Þing Suður-Kóreu samþykkti ekki að ákæra Yoon Suk Yeol, forseta landsins.
Stjórnarandstaðan þurfti tvö hundruð atkvæði, eða tvo þriðju þingsins, til að kæran færi í gegn. Andstaðan þurfti átta atkvæði frá flokki Yoon en náðist það ekki. Allir nema þrír þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst.
Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Margir mótmælendur komu saman fyrir utan þinghúsið og voru mikil vonbrigði þegar kæran komst ekki í gegnum þingið. Mótmælendurnir vildu láta handtaka Yoon Suk Yeol og stóðu einnig fyrir útgöngum þinghússins svo að þingmennirnir sem greiddu ekki atkvæði kæmust ekki út.