Eins og greint hefur verið frá var stjórn Sýrlands komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Fréttastofa BBC greinir frá.
Í gær var greint frá því að orðrómur hafi sprottið upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, að Assad væri búinn að yfirgefa landið. Talsmaður stjórnvalda þvertók fyrir þetta í gær en nú virðist það hafa verið rétt enda Assad kominn til Moskvu. Á sama tíma og orðrómurinn fór af stað féll hvert úthverfið á eftir öðru í hendur uppreisnar- og vígamanna í gær.
Eftir því sem fram kemur í frétt BBC um málið var það Rússland sem hélt Assad í valdastól síðustu níu ár með aðstoð og hergögnum. Fall Assad-stjórnarinnar sé mikið áfall fyrir Rússnesk stjórnvöld.
Borgarastyrjöld í Sýrlandi hefur staðið yfir frá árinu 2011 en skyndisókn uppreisnarmanna olli straumhvörfum eftir að lítið hafði gerst í átökunum í hátt í fjögur ár. Sýrlendingar um allan heim hafa fagnað brotthvarfi Assad.