Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. desember 2024 23:38 Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands. Getty Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Assad er álitinn af mörgum sem einn alræmdasti einræðisherra seinni tíma og hefur falli hans úr valdastól verið fagnað af Sýrlendingum um allan heim. Assad hefur nú fengið hæli í Rússlandi og má telja ólíklegt að hann eigi afturkvæmt til Sýrlands. En hver er saga þessa manns sem er sagður bera ábyrgð á borgarastyrjöld, stríðsglæpum og pyntingum? Hér fyrir neðan má lesa í stórum dráttum sögu manns sem hefur ríghaldið í völd yfir þjóð sem fagnar nú brotthvarfi hans. Kallaður heim úr læknanámi eftir andlát bróður síns Assad tók við völdum árið 2000 er faðir hans, Hafez al-Assad, féll frá. Margir bundu vonir við að Assad, sem var þá 34 ára, myndi reynast umbótasinni en svo kom fljótt á daginn að það yrði ekki raunin. Í raun má segja að Assad hafi komist til valda fyrir inngrip örlaganna. Basil al-Assad, eldri bróðir Bashar, átti að taka við völdum og hafði verið að undirbúa sig fyrir það alla sína ævi áður en hann lést í bílslysi í Damaskus árið 1994. Bashar var þá staddur í London þar sem hann stundaði nám við augnlækningar. Um leið og bróðir hans lést var Bashar kallaður úr læknanáminu og heim aftur. Þar var hann skikkaður í herþjálfun og hækkaður um leið í tign og gerður að ofursta (e. colonel) svo hann hefði nægilega reynslu að baki til að geta tekið við völdum einn daginn. Kurteis og slánalegur með áhuga á tölvum Þegar að Hafez Assad lést árið 2000 eftir 30 ár í valdastól var þingið í Sýrlandi fljótt að koma saman til að lækka lágmarksaldur fyrir forseta í ríkinu niður úr 40 í 34 ára aldur. Bashar al-Assad var í kjölfarið kosinn forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann var auðvitað eini frambjóðandinn. Hafez Assad hafði stjórnað Sýrlandi með svo mikilli hörku að Sýrlendingar óttuðust jafnvel að segja brandara um stjórnvöld við sína nánustu vini. Á meðan að valdatíð hans stóð sóttist hann eftir því að grafa ágreining milli flokka í Sýrlandi undir arabískri þjóðernishyggju og með hugmyndum um hetjulega andstöðu við Ísrael. Í fyrstu virtist Bashar ætla stjórna með ólíkum hætti en faðir sinn og litu ýmsir á hann sem kurteisan og slánalegan ljúfling sem hefði mikinn áhuga á öllu sem við kæmi tölvum. Áður en hann tók við forsetaembættinu hafði hann verið yfir Sýrlenska tölvufélaginu (Syrian Computer Society). Unga parið virtist lítið fyrir valdníðslu Hann giftist hinni bresku Asma al-Akhras nokkrum mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu. Þau eignuðust saman þrjú börn en unga parið virtist vera lítið fyrir valdníðslu og hefðir fyrst um sinn. Þau bjuggu í Abu Rummaneh-hverfi í Damaskus sem þótti glæsilegt og nýmóðins í stað þess að halda til í höfðingjasetri eins og aðrir leiðtogar í Miðausturlöndum. Akhras sinnti fjölmörgum verkefnum í Sýrlandi áður en hún tilkynnti að hún væri í krabbameinsmeðferð í maí á þessu ári og hvarf þá úr sviðsljósinu. Assad ásamt eiginkonu sinni.Getty/Zhizhao Wu Svo virtist sem að ferskir vindar blæsu um stjórnarfar í Sýrlandi fyrst um sinn og frelsaði Assad jafnvel pólitíska fanga föður síns og stuðlaði að tjáningarfrelsi í landinu. Í Damaskus-vorinu kom hann upp stofum fyrir menntafólk til að koma saman þar sem var hægt að ræða listir, menningu og stjórnmál sem hafði verið ómögulegt undir stjórn föður hans. Þegar að fjölmargir skrifuðu undir opinberan lista til að krefjast þess að fjölflokka lýðræðiskerfi yrði komið á laggirnar í Sýrlandi árið 2001 var Assad fljótur að loka umræddum stofum. Þegar hópur fólks gerði tilraun til að stofna nýjan stjórnmálaflokk voru fjölmargir aðgerðasinnar handteknir af leynilögreglunni. Gerði grín að öðrum einræðisherra sem hafði hrökklast frá völdum Í stað þess að liðka fyrir í stjórnmálum landsins liðkaði hann til í efnahagslífinu. Hann opnaði fyrir innflutning til landsins og fljótlega voru götur Damaskus fullar af verslunum og viðskipti blómstruðu í borginni sem varð vinsæl meðal ferðamanna. Þegar að Bashar var búinn að vera við völd í um áratug hófst arabíska vorið með mótmælum gegn stjórnvöldum í Arabalöndum þar sem ýmsir einræðisherrar voru hraktir frá völdum. Þar á meðal var Hosni Mubarak í Egyptalandi og Muammar Gaddafi í Líbýu. Assad hélt því fram á þeim tíma að slíkt myndi aldrei gerast í Sýrlandi. Hann sagði stjórnvöld í Sýrlandi í mun betri tengingu við fólkið en í öðrum Arabalöndum. Kaldhæðnislegt þykir að tveimur dögum eftir fall Mubarak frá völdum sendi Bashar tölvupóst með brandara sem hann hafði fundið sem gerði grín af því hve þrjóskur Mubarak væri og hve erfitt hann ætti með að sleppa tökum af völdum. Nokkrum dögum síðar náði arabíska vorið til Sýrlands og brutust út mikil mótmæli gegn stjórn Assad í mars 2011 sem að Bashar svaraði af mikilli hörku. Fjöldahandtökur, pyntingar og ofbeldi tók við sem leiddi til þess að borgarastyrjöld í Sýrlandi hófst sem dróg um 500 þúsund Sýrlendinga til dauða og hrakti milljónir manna á flótta. Á síðastliðnum fjórtán árum hafa um tuttugu ólíkar fylkingar barist fyrir völdum í Sýrlandi og treysti Bashar lengi vel á stuðning Írana og Rússa til að halda völdum. Nú er það liðin tíð og nýir tímar teknir við í Sýrlandi þó enn sé óljóst hvernig framhaldið verði. Sýrland Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira
Assad er álitinn af mörgum sem einn alræmdasti einræðisherra seinni tíma og hefur falli hans úr valdastól verið fagnað af Sýrlendingum um allan heim. Assad hefur nú fengið hæli í Rússlandi og má telja ólíklegt að hann eigi afturkvæmt til Sýrlands. En hver er saga þessa manns sem er sagður bera ábyrgð á borgarastyrjöld, stríðsglæpum og pyntingum? Hér fyrir neðan má lesa í stórum dráttum sögu manns sem hefur ríghaldið í völd yfir þjóð sem fagnar nú brotthvarfi hans. Kallaður heim úr læknanámi eftir andlát bróður síns Assad tók við völdum árið 2000 er faðir hans, Hafez al-Assad, féll frá. Margir bundu vonir við að Assad, sem var þá 34 ára, myndi reynast umbótasinni en svo kom fljótt á daginn að það yrði ekki raunin. Í raun má segja að Assad hafi komist til valda fyrir inngrip örlaganna. Basil al-Assad, eldri bróðir Bashar, átti að taka við völdum og hafði verið að undirbúa sig fyrir það alla sína ævi áður en hann lést í bílslysi í Damaskus árið 1994. Bashar var þá staddur í London þar sem hann stundaði nám við augnlækningar. Um leið og bróðir hans lést var Bashar kallaður úr læknanáminu og heim aftur. Þar var hann skikkaður í herþjálfun og hækkaður um leið í tign og gerður að ofursta (e. colonel) svo hann hefði nægilega reynslu að baki til að geta tekið við völdum einn daginn. Kurteis og slánalegur með áhuga á tölvum Þegar að Hafez Assad lést árið 2000 eftir 30 ár í valdastól var þingið í Sýrlandi fljótt að koma saman til að lækka lágmarksaldur fyrir forseta í ríkinu niður úr 40 í 34 ára aldur. Bashar al-Assad var í kjölfarið kosinn forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann var auðvitað eini frambjóðandinn. Hafez Assad hafði stjórnað Sýrlandi með svo mikilli hörku að Sýrlendingar óttuðust jafnvel að segja brandara um stjórnvöld við sína nánustu vini. Á meðan að valdatíð hans stóð sóttist hann eftir því að grafa ágreining milli flokka í Sýrlandi undir arabískri þjóðernishyggju og með hugmyndum um hetjulega andstöðu við Ísrael. Í fyrstu virtist Bashar ætla stjórna með ólíkum hætti en faðir sinn og litu ýmsir á hann sem kurteisan og slánalegan ljúfling sem hefði mikinn áhuga á öllu sem við kæmi tölvum. Áður en hann tók við forsetaembættinu hafði hann verið yfir Sýrlenska tölvufélaginu (Syrian Computer Society). Unga parið virtist lítið fyrir valdníðslu Hann giftist hinni bresku Asma al-Akhras nokkrum mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu. Þau eignuðust saman þrjú börn en unga parið virtist vera lítið fyrir valdníðslu og hefðir fyrst um sinn. Þau bjuggu í Abu Rummaneh-hverfi í Damaskus sem þótti glæsilegt og nýmóðins í stað þess að halda til í höfðingjasetri eins og aðrir leiðtogar í Miðausturlöndum. Akhras sinnti fjölmörgum verkefnum í Sýrlandi áður en hún tilkynnti að hún væri í krabbameinsmeðferð í maí á þessu ári og hvarf þá úr sviðsljósinu. Assad ásamt eiginkonu sinni.Getty/Zhizhao Wu Svo virtist sem að ferskir vindar blæsu um stjórnarfar í Sýrlandi fyrst um sinn og frelsaði Assad jafnvel pólitíska fanga föður síns og stuðlaði að tjáningarfrelsi í landinu. Í Damaskus-vorinu kom hann upp stofum fyrir menntafólk til að koma saman þar sem var hægt að ræða listir, menningu og stjórnmál sem hafði verið ómögulegt undir stjórn föður hans. Þegar að fjölmargir skrifuðu undir opinberan lista til að krefjast þess að fjölflokka lýðræðiskerfi yrði komið á laggirnar í Sýrlandi árið 2001 var Assad fljótur að loka umræddum stofum. Þegar hópur fólks gerði tilraun til að stofna nýjan stjórnmálaflokk voru fjölmargir aðgerðasinnar handteknir af leynilögreglunni. Gerði grín að öðrum einræðisherra sem hafði hrökklast frá völdum Í stað þess að liðka fyrir í stjórnmálum landsins liðkaði hann til í efnahagslífinu. Hann opnaði fyrir innflutning til landsins og fljótlega voru götur Damaskus fullar af verslunum og viðskipti blómstruðu í borginni sem varð vinsæl meðal ferðamanna. Þegar að Bashar var búinn að vera við völd í um áratug hófst arabíska vorið með mótmælum gegn stjórnvöldum í Arabalöndum þar sem ýmsir einræðisherrar voru hraktir frá völdum. Þar á meðal var Hosni Mubarak í Egyptalandi og Muammar Gaddafi í Líbýu. Assad hélt því fram á þeim tíma að slíkt myndi aldrei gerast í Sýrlandi. Hann sagði stjórnvöld í Sýrlandi í mun betri tengingu við fólkið en í öðrum Arabalöndum. Kaldhæðnislegt þykir að tveimur dögum eftir fall Mubarak frá völdum sendi Bashar tölvupóst með brandara sem hann hafði fundið sem gerði grín af því hve þrjóskur Mubarak væri og hve erfitt hann ætti með að sleppa tökum af völdum. Nokkrum dögum síðar náði arabíska vorið til Sýrlands og brutust út mikil mótmæli gegn stjórn Assad í mars 2011 sem að Bashar svaraði af mikilli hörku. Fjöldahandtökur, pyntingar og ofbeldi tók við sem leiddi til þess að borgarastyrjöld í Sýrlandi hófst sem dróg um 500 þúsund Sýrlendinga til dauða og hrakti milljónir manna á flótta. Á síðastliðnum fjórtán árum hafa um tuttugu ólíkar fylkingar barist fyrir völdum í Sýrlandi og treysti Bashar lengi vel á stuðning Írana og Rússa til að halda völdum. Nú er það liðin tíð og nýir tímar teknir við í Sýrlandi þó enn sé óljóst hvernig framhaldið verði.
Sýrland Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira