Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 08:53 Líklegt er að Friedrich Merz verði næsti kanslari Þýskalands. Hann leiðir Kristilega demókrata (CDU), flokk Angelu Merkel, fyrrum kanslara. Vísir/EPA Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. „Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár. Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
„Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár.
Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01