Áfram bendir Hareide á Solskjær Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 11:02 Age Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á Ole Gunnar Solskjær Vísir/Getty Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn. Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira