Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Halldór Garðar Hermannsson og félagar sýndu mikinn styrk með því að vinna Tindastól tvisvar með nokkra daga millibili. vísir/Anton Ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkur tók á móti Tindastól í kvöld í lokaleik 16-liða úrslita Vís bikarkeppni karla. Þessi sömu lið spiluðu til úrslita á síðasta tímabili. Í miklum baráttuleik voru það Keflavík sem höfðu betur með ellefu stiga mun 81-70. Keflavík tók uppkastið og var Ty-Shon Alexander með fyrstu stig leiksins af vítalínunni fyrir Keflavík. Það var mikil barátta og bæði lið seldu sig dýrt í upphafi. Liðin skiptust á áhlaupum en það var Tindastóll sem leiddi eftir fyrsta leikhluta 23-24. Annar leikhluti byrjaði alveg í járnum þar sem fyrsta stigið lét sjá sig rúmlega mínútu inn í leikhlutann af vítalínunni en Marek Dolezaj braut þá á Sigtryggi Arnari sem stökk upp í þriggja stiga skot. Heimamenn í Keflavík tóku fljótt völdin og fóru að setja stór skot en náðu þó ekki að hrista Tindastól af sér. Keflavík náði mest átta stiga forskoti en fóru inn í hálfleikinn með fimm stiga forskot 50-45. Barátta er það sem einkenndi þriðja leikhluta. Það var ekki mikið skorað framan af og mikil jafnræði voru á liðunum. Bæði lið sýndu flottan varnarleik á köflum en það var Keflavík sem leiddi eftir þrjá leikhluta með fjórum stigum 66-62. Baráttan hélt áfram í fjórða leikhluta og var varnarleikur Keflavíkur til fyrirmyndar. Þeim tókst að halda Tindastól í átta stigum allan leikhlutann og settu svo stór skot til þess að tryggja sér sigurinn í kvöld. Það fór svo að Keflavík vann með ellefu stiga forskoti 81-70. Atvik leiksins Þristur frá Igor Maric í upphafi fjórða leikhluta fannst mér létta heilmikið á liði Keflavíkur. Kom smá stemning þeirra megin sem fylgdi þeim út leikinn. Varnarleikur Keflavíkur var einnig mjög öflugur svo það sem atvik má fljóta með fyrst hún stóð yfir svo lengi í fjórða. Stjörnur og skúrkar Ty-Shon Alexander er hörku spilari og frábær leikmaður sem Keflavík fékk. Á bara eftir að vaxa betur inn í þetta hjá Keflavík og hefur alla burði til að verða alvöru svindlkall. Dedrick Basile og Davis Geks voru með lið Tindastóls á herðum sér en það dugði ekki til í dag. Dómarar Mér fannst dómararnir í kvöld bara skila flottu verki. Einhverjir sem vildu sjá þá fara oftar í skjáinn í einhverjum vafa atriðum en látum það liggja milli hluta. Það er alltaf hægt að safna saman einhverjum smáatriðum en heilt yfir þá var þetta bara vel dæmt að mínu viti. Stemming og umgjörð Það var hörku mæting hér í Blue höllinni í kvöld. Virkilega skemmtilegt að sjá hversu margir lögðu leið sína í Blue höllina í kvöld. Hörku stemning og eins og alltaf er allt upp á tíu hérna í Keflavík. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink „Það eru þessi litlu atriði sem skipta máli.“ „Það er vont að tapa hérna. Okkur líður öllum illa sérstaklega yfir þessu tapi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls eftir tapið í kvöld. „Við bara hittum ekki neitt. Mér fannst við vera í dauðafæri á að taka þennan leik, algjöru dauðafæri. Við höldum þeim hérna í 81 stigi en við erum núll af fimmtán í þriggja í seinni hálfleik. Við rétt skríðum yfir 50% í vítum. Það var eitthvað lok á körfunni í dag,“ sagði Benedikt um hvað hefði farið með leikinn í kvöld. Benedikt vildi ekki meina að orkustig sinna manna hafi verið til vandræða og hrósaði vörn sinna manna. „Mér fannst orkustigið frábært í vörninni. Menn voru að leggja sig virkilega fram í vörn. Við náðum að fara úr 120 niður í 81 á þessari helgi. Orkan var fín í vörninni en það vantaði bara að fylgja því eftir í sókninni,“ sagði Benedikt. Eftir útreiðina á föstudaginn þurfti ekki að eyða mörgum orðum í að gíra sína menn upp en því miður vantaði aðeins upp á í kvöld. „Það var mjög auðvelt að gíra menn upp í leikinn sérstaklega eftir þú ert nýbúin að tapa. Auðvelt að gíra menn upp í bikarleiki þar sem þetta er bara „do or die“ en það vantaði bara aðeins upp á í dag,“ sagði Benedikt. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir núna og þeir voru þegar þessi lið mættust á föstudaginn en það var þó ekkert sem kom á óvart. „Nei, Við dekkuðum þá öðruvísi. Við vorum að loka betur á þá en á móti voru þeir að fá endalaust af vítum. Þeir búa á vítalínunni hérna á löngum köflum og eru að skjóta vel af vítalínunni á meðan við vorum ekki að skjóta vel af vítalínunni. Þetta eru bara þessi litlu atriði sem að skipta máli. Stundum er þetta bara að setja boltann ofan í körfuna,“ sagði Benedikt. Halldór Garðar Hermannsson.Vísir/Anton Brink „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Bikarmeistararnir í Keflavík verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Vís bikarsins eftir flottan ellefu stiga sigur á Tindastól 81-70. Þetta var annar sigur liðsins gegn sterku liði Tindastóls á stuttum tíma. „Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldróg Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór Garðar. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina“ sagði Halldór. Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engann heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik.“ sagði Halldór. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll
Ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkur tók á móti Tindastól í kvöld í lokaleik 16-liða úrslita Vís bikarkeppni karla. Þessi sömu lið spiluðu til úrslita á síðasta tímabili. Í miklum baráttuleik voru það Keflavík sem höfðu betur með ellefu stiga mun 81-70. Keflavík tók uppkastið og var Ty-Shon Alexander með fyrstu stig leiksins af vítalínunni fyrir Keflavík. Það var mikil barátta og bæði lið seldu sig dýrt í upphafi. Liðin skiptust á áhlaupum en það var Tindastóll sem leiddi eftir fyrsta leikhluta 23-24. Annar leikhluti byrjaði alveg í járnum þar sem fyrsta stigið lét sjá sig rúmlega mínútu inn í leikhlutann af vítalínunni en Marek Dolezaj braut þá á Sigtryggi Arnari sem stökk upp í þriggja stiga skot. Heimamenn í Keflavík tóku fljótt völdin og fóru að setja stór skot en náðu þó ekki að hrista Tindastól af sér. Keflavík náði mest átta stiga forskoti en fóru inn í hálfleikinn með fimm stiga forskot 50-45. Barátta er það sem einkenndi þriðja leikhluta. Það var ekki mikið skorað framan af og mikil jafnræði voru á liðunum. Bæði lið sýndu flottan varnarleik á köflum en það var Keflavík sem leiddi eftir þrjá leikhluta með fjórum stigum 66-62. Baráttan hélt áfram í fjórða leikhluta og var varnarleikur Keflavíkur til fyrirmyndar. Þeim tókst að halda Tindastól í átta stigum allan leikhlutann og settu svo stór skot til þess að tryggja sér sigurinn í kvöld. Það fór svo að Keflavík vann með ellefu stiga forskoti 81-70. Atvik leiksins Þristur frá Igor Maric í upphafi fjórða leikhluta fannst mér létta heilmikið á liði Keflavíkur. Kom smá stemning þeirra megin sem fylgdi þeim út leikinn. Varnarleikur Keflavíkur var einnig mjög öflugur svo það sem atvik má fljóta með fyrst hún stóð yfir svo lengi í fjórða. Stjörnur og skúrkar Ty-Shon Alexander er hörku spilari og frábær leikmaður sem Keflavík fékk. Á bara eftir að vaxa betur inn í þetta hjá Keflavík og hefur alla burði til að verða alvöru svindlkall. Dedrick Basile og Davis Geks voru með lið Tindastóls á herðum sér en það dugði ekki til í dag. Dómarar Mér fannst dómararnir í kvöld bara skila flottu verki. Einhverjir sem vildu sjá þá fara oftar í skjáinn í einhverjum vafa atriðum en látum það liggja milli hluta. Það er alltaf hægt að safna saman einhverjum smáatriðum en heilt yfir þá var þetta bara vel dæmt að mínu viti. Stemming og umgjörð Það var hörku mæting hér í Blue höllinni í kvöld. Virkilega skemmtilegt að sjá hversu margir lögðu leið sína í Blue höllina í kvöld. Hörku stemning og eins og alltaf er allt upp á tíu hérna í Keflavík. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink „Það eru þessi litlu atriði sem skipta máli.“ „Það er vont að tapa hérna. Okkur líður öllum illa sérstaklega yfir þessu tapi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls eftir tapið í kvöld. „Við bara hittum ekki neitt. Mér fannst við vera í dauðafæri á að taka þennan leik, algjöru dauðafæri. Við höldum þeim hérna í 81 stigi en við erum núll af fimmtán í þriggja í seinni hálfleik. Við rétt skríðum yfir 50% í vítum. Það var eitthvað lok á körfunni í dag,“ sagði Benedikt um hvað hefði farið með leikinn í kvöld. Benedikt vildi ekki meina að orkustig sinna manna hafi verið til vandræða og hrósaði vörn sinna manna. „Mér fannst orkustigið frábært í vörninni. Menn voru að leggja sig virkilega fram í vörn. Við náðum að fara úr 120 niður í 81 á þessari helgi. Orkan var fín í vörninni en það vantaði bara að fylgja því eftir í sókninni,“ sagði Benedikt. Eftir útreiðina á föstudaginn þurfti ekki að eyða mörgum orðum í að gíra sína menn upp en því miður vantaði aðeins upp á í kvöld. „Það var mjög auðvelt að gíra menn upp í leikinn sérstaklega eftir þú ert nýbúin að tapa. Auðvelt að gíra menn upp í bikarleiki þar sem þetta er bara „do or die“ en það vantaði bara aðeins upp á í dag,“ sagði Benedikt. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir núna og þeir voru þegar þessi lið mættust á föstudaginn en það var þó ekkert sem kom á óvart. „Nei, Við dekkuðum þá öðruvísi. Við vorum að loka betur á þá en á móti voru þeir að fá endalaust af vítum. Þeir búa á vítalínunni hérna á löngum köflum og eru að skjóta vel af vítalínunni á meðan við vorum ekki að skjóta vel af vítalínunni. Þetta eru bara þessi litlu atriði sem að skipta máli. Stundum er þetta bara að setja boltann ofan í körfuna,“ sagði Benedikt. Halldór Garðar Hermannsson.Vísir/Anton Brink „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Bikarmeistararnir í Keflavík verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Vís bikarsins eftir flottan ellefu stiga sigur á Tindastól 81-70. Þetta var annar sigur liðsins gegn sterku liði Tindastóls á stuttum tíma. „Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldróg Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór Garðar. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina“ sagði Halldór. Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engann heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik.“ sagði Halldór.