Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar 9. desember 2024 14:31 Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun