Fótbolti

Sjáðu frá­bær til­þrif Cecilíu í sögu­legum leik á San Siro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir sést hér í leiknum með Internazionale á móti AC Milan á Stadio Giuseppe Meazza sem er oftast kallaður San Siro.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir sést hér í leiknum með Internazionale á móti AC Milan á Stadio Giuseppe Meazza sem er oftast kallaður San Siro. Getty/ Mairo Cinquetti

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir tók þátt í sögulegum leik á San Siro um helgina.

Cecilía Rán stóð þá í marki Internazionale í leik á móti nágrönnunum í AC Milan í Seríu A.

Þetta var í fyrsta sinn sem kvennalið félaganna mætast á þessum sögulega leikvangi en þær hafa hingað til þurft að sætta sig við það að spila á minni leikvöngum í Mílanó.

Leiknum um helgina lauk með 1-1 jafntefli þar sem Internazionale komst yfir á 45. mínútu en AC Milan jafnaði metin eftir sex mínútna leik í seinni.

Cecilía Rán átti mjög góðan leik í markinu en hún varði alls sjö skot frá leikmönnum AC Milan.

Hún er á láni hjá Internazionale frá þýska liðinu Bayern München. Hún er með þessu að öðlast dýrmæta reynslu og fá nauðsynlegan spilatíma eftir að hafa verið mikið meidd á síðustu árum.

Cecilía var öðrum fremur besti maður vallarins í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum og margar af mögnuðum markvörslum okkar konu á San Siro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×