Innlent

Ný ríkis­stjórn fyrir jól?

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum.

Sýrlenskur maður sem hefur búið hér á landi í sjö ár segir ólýsanlegan létti að grimmilegri valdatíð Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé lokið. Við ræðum við hann og sérfræðing í beinni útsendingu í myndveri.

Ögurstund fer fram í Ölfusi í kvöld þegar niðurstöður íbúakosningar um umdeilt mál ráðast. Við verðum í beinni þaðan.

Þá förum við yfir vendingar í morðmálinu dularfulla sem átti sér stað í New York á dögunum og endum fréttatímann á jólalegum nótum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 9. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×