Innlent

Raf­magnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. Vísir/Jóhann K.

Uppúr klukkan sex í kvöld komst aftur á rafmagn í Vík og að Brekku í Mýrdal, og klukkan uppúr sjö náðist að koma rafmagni á frá Brekku að Ytri-Sólheimum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.

Þar segir að vegna bilunar í jarðstreng að sendi á Sjónarhóli hafi aftur orðið rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal um klukkan fimm í dag, rétt eftir að síðustu viðskiptavinir höfðu verið tengdir í Mýrdalnum.

„Við viljum minna á að dreifikerfið er viðkvæmt á meðan varaaflsvélar tryggja rafmagnsflæði og mikilvægi þess að viðskiptavinir nýti rafmagn sparlega til að draga úr álagi á kerfið,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í morgun að Vík væri keyrð á varafli og að bilanaleit á Víkurstreng hefði staðið yfir frá því snemma í morgun.

„Það lítur út fyrir að fleiri bilanir eru líklega að valda því að allir urðu rafmagnslausir aftur í Vík og Mýrdal þegar var verið að koma síðustu viðskiptavinunum inn í Mýrdalnum. Margt bendir til þess að bilun sé í rofastöð okkar á Ytri-Sólheimum og unnið er hörðum höndum við að rannsaka málið frekar. Við viljum ítreka þá bón að viðskiptavinir spari rafmagn eins og kostur er til að halda álagi á kerfið í lágmarki,“ sagði í annarri tilkynningu sem Rarik sendi fyrr í kvöld.

Til að fylgjast með stöðunni bendum við á tilkynningasíðunaokkar og kortasjáá vef RARIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×