Ákærður fyrir morð í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 09:15 Manigone er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Til Mangione sást á McDonalds hamborgarastað í Pennsylvaníu í gær. Gestur á McDonalds, sem lýst hefur verið sem öldruðum manni, sá Mangione á skyndibitastaðnum og fannst hann líkjast manninum á myndum sem höfðu verið birtar af lögreglunni í New York. Lögregluþjónar handtóku Mangione skömmu síðar. Þá var hann með byssu, sem talið er að hafi verið þrívíddarprentuð, hljóðdeyfi, grímu líka þeirri sem byssumaðurinn notaði, fölsuð skilríki og einnig handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann virðist útskýra hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Í fyrstu var hann ákærður fyrir vopnalagabrot, skjalafals og önnur brot í Pennsylvaníu en í nótt var hann svo einnig ákærður fyrir morð í New York. AP fréttaveitan segir að líklega verði honum á endanum framvísað til New York. Í dómskjölum kemur fram að þegar lögregluþjónar gengu að honum á skyndibitastaðnum sat hann með grímu og var að skoða fartölvu. Hann sýndi lögregluþjónum fölsuð skilríki en þegar þeir spurðu hann hvort að hann hefði verið í New York á dögunum þagnaði hann, samkvæmt lögregluþjónum, og byrjaði að nötra. Annar lögregluþjónanna sem handtók hann sagði að um leið og þeir báðu hann um að taka af sér grímuna hafi þeir verið fullvissir um að hann væri maðurinn sem leitað var að. Þá segir heimildarmaður AP að í yfirlýsingunni sem hann fannst með hafi hann skrifað skilaboð til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. „Til að spara ykkur langvarandi rannsókn, skal ég segja það hreint út að ég vann ekki með neinum,“ skrifaði Mangione í yfirlýsinguna. Þar stendur einnig að hann biðjist afsökunar ef hann hafi valdið einherjum tilfinningalegum skaða en hann hafi ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. „Hreint út sagt, eiga þessi sníkjudýr þetta skilið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. 9. desember 2024 17:22
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. 9. desember 2024 13:44
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07