Innlent

Lýsa eftir vitnum að meintri líkams­á­rás á Ísa­firði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Árásin mun hafa átt sér stað við Edinborgarhúsið á Ísafirði um helgina. Myndin er úr safni.
Árásin mun hafa átt sér stað við Edinborgarhúsið á Ísafirði um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Samúel

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum en þar segir að mikill fjöldi fólks hafi verið á staðnum þegar umrædd árás hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 8. desember. Þeim sem kunna að hafa orðið vitni að meintri árás er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-0400 eða með tölvupósti á netfangið vestfirdir@logreglan.is.

Lögreglan birti tilkynningu um málið á Facebook í dag.Facebook/skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×