Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. desember 2024 12:32 Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Nóbelsverðlaun Kjarnorka Japan Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun