Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 11:50 La niña-veðurfyrirbrigðinu fylgir oft aukin úrkoma í norðan- og austanverðri Ástralíu. Sterk la niña olli miklum flóðum þar síðla árs 2010 og snemma árs 2011. Vísir/Getty Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira