Telja sólarorku ekki vera auðlind Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 14:00 Íslensk gagnavinnsla ehf. vildi fá að setja upp sólarsellur á Miðnesheiði til að kanna möguleika á nýtingu sólarorku. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær. Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær.
Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent