Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 11:50 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson segir leit KSÍ að nýjum landsliðsþjálfara karla í fótbolta miða vel. Enn hafi engir fundir átt sér stað með mögulegum arftaka Åge Hareide en óformleg samtöl hafi átt sér stað. Hann lofar ekki nýjum þjálfara fyrir jól. „Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
„Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31