Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2024 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira