Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Árni Sæberg skrifar 11. desember 2024 15:06 Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp á mánudag en birtur í dag. Maðurinn, sem er ekki nafngreindur í dóminum, hlaut tólf ára fangelsi fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konunnar. Þannig var hann ekki sakfelldur fyrir manndráp í skilningi hegningarlaga. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi þann 22. apríl þegar konan lést. Hann var í ákærunni sagður hafa beitt konuna ýmiss konar ofbeldi og misþyrmt henni í aðdraganda andlátsins. Konan hlaut ýmsa áverka og lést af völdum innvortis blæðingar. Hann var einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi þann 6. febrúar. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og handlegg. Gerð var krafa fyrir hönd sona ákærða og hinnar látnu um miskabætur upp á sex milljónir króna, hvorum fyrir sig. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða grunur vakni um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. „Fyrirgefðu, fyrirgefðu“ Í dóminum er málsatvikum lýst svo að aðfaranótt 22. apríl þessa árs hafi maðurinn hringt í neyðarlínuna í neyðarlínuna og tilkynnt að konan hans lægi á gólfinu og hann héldi að hún væri látin, hún væri köld. Hann hafi sagst hafa séð konuna lifandi fyrir á að giska fjórum til sex tímum. „Þá segir hann: „[...] mín, [...] ... fyrirgefðu, fyrirgefðu“.,“ segir í dóminum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi lögregla komið á vettvang þegar klukkuna vantaði 23 mínútur í fimm að morgni og hitt þar fyrir manninn reykjandi í útidyrum. Hann hafi fylgt lögreglu inn, sagt „Hún er bara dáin“ og bent inn í stofu heimilisins. Lögreglumaður hafi þó séð að konan hafi legið á svefnherbergisgólfi, hreyfingarlaus. Ástand hennar hafi verið kannað en engin viðbrögð fengist og lífsmörk ekki verið til staðar. Lögreglumaður hafi spurt manninn hvenær brotaþoli hefði fallið á gólfið og hann svarað: „Ég veit það ekki, ég var sofandi sko, hún er bara köld, guð minn góður.“ Sagði konuna hafa dottið Í dóminum segir að maðurinn hafi borið fyrir dómi að umrætt kvöld hafi hann verið að horfa á sjónvarpið. Konan hafi komið fram til hans, gengið hægra megin við hann þar sem hann sat í stól, og dottið. Hann hafi rétt út hönd til að draga úr falli hennar. Hann hafi fyrir dómi gert nokkuð úr að hann hefði meiðst á öxl við það. Hann hafi sagt konuna hafa lent á hörðu en sagt að hún hafi ekki meitt sig. Þau hafi síðan horft á sjónvarpið þar til hann fór að sofa. Þegar hann vaknaði hafi brotaþoli setið á stól í stofunni með opin augu og verið orðin köld. Þetta hafi verið snemma kvölds. Hann hafi ætlað að hringja í 112 en ekki fundið símann sinn og hlaupið út. Þar hafi verið fjöldi unglinga og 20 til 30 símar komið á loft þegar hann bað þau að hringja fyrir sig. Brotaþoli hafi enn setið á stól þegar hjálp barst. Þær skýringar mannsins að konan hafi hlotið áverkana við fall, þar á meðal þann áverka á kvið, með áverkum og rofi á efri garnahengisbláæð, sem hafi orðið banamein hennar, fái ekki staðist. Samkvæmt framburði réttarlæknis væri eini möguleikinn á að slíkur áverki yrði til við fall að viðkomandi lenti á hlut sem væri fastur fyrir, með ákomusvæði líku hné. Hefði ákomusvæðið verið umfangsmeira hefðu rifbein brotnað hver sínu megin við. Áverkinn hafi samræmst því að stigið hafi verið á kvið konunnar með fæti eða hné. Enginn hlutur sem samræmist því að áverkinn hafi komið til við fall hafi komið fram við rannsóknina þrátt fyrir að það hafi verið athugað og meðal annars hafi verið skoðað hvort konan hefði getað fallið á stól eða lofthreinsitæki sem þar var. Skólabókardæmi um heimilisofbeldi Það sé þó ekki síst heildarmynd áverka konunnar sem bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir ofbeldisverk. Áverkarnir hafi verið fjölmargir, víða um líkama konunnar. Sérfræðivitni hafi borið fyrir dómi að heildarmynd áverkanna væri skólabókardæmi um árásir, til dæmis mikið heimilisofbeldi. Réttarlæknir hafi kveðið heildarmynd áverka á höfði, hálsi, útlimum og bol konunnar vera dæmigerða fyrir árás af völdum annars manns. Í skýrslu um réttarkrufningu hafi þó komið fram að ekki væri útilokað að áverkar sem nefndir eru í tilteknum tölulið ákæru hefðu getað komið til við eigið fall þótt eins megi rekja þá til höggs veittu af öðrum manni í bolinn. Aðrir áverkar sem þar séu mögulega taldir vera vegna falls hafi verið smávægilegir. Samkvæmt framangreindu bendi áverkamyndin sterklega til þess að annar maður hafi veitt konunni alla alvarlegustu áverkana, þar á meðal áverkann á kviðinn sem dró hana til dauða og áverka á hálsi sem ætla megi að hafi komið til fyrir hálstak. Mundi ekki eftir ofbeldinu en sagði konuna ekki hafa dáið af sjálfu sér Í dóminum segir að í fyrstu skýrslu sinni hjá lögreglu, um tíu klukkustundum eftir að lögregla kom á vettvang, hafi maðurinn greint frá því að hafa verið mjög ölvaður, með „djöfulsins læti“, og að konan hafi ekki dáið af sjálfu sér. Áverkar hlytu að hafa verið af hans völdum þótt hann myndi ekki eftir því. Í samtali við neyðarlínu hafi hann beðið konuna fyrirgefningar. Frásögn um að konan hafi dottið og hann síðan fundið hana látna í stól inni í stofu, og af börnunum fyrir utan húsið, hafi komið fram í annarri skýrslu hans og hann hafi síðan haldið sig við hana. Að mati dómsins væru líkur á að í fyrstu skýrslu hafi hann vísað til þess litla sem hann mundi en hann hafi síðar fyllt í eyðurnar. Með vísan til þessa teljist sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru og þannig valdið áverkum þeim sem þar er lýst. Ekki sannað að hann hafi ætlað að myrða konuna Í dóminum segir að í ákæru hafi brot mannsins verið heimfærð til ákvæðis almennra hegningarlaga um manndráp. Slíkt brot varðar fimm ára fangelsisvist hið skemmsta, allt að ævilangri. Til þess að verknaður mannsins yrði talinn manndráp sem varði greinina þurfi ákæruvaldið að sýna fram á að ásetningur hans á verknaðarstundu hafi ekki aðeins náð til ofbeldisverksins heldur einnig þess að bana konunni. Þegar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi í aðdraganda andláts konunnar beitt hana margþættu ofbeldi og að lokum veitt henni áverka sem varð henni að aldurtila. Að áliti dómsins þyki rétt að virða framgöngu mannsins í aðdraganda andláts konunnar í heild. Atlögur hans hafi verið margar og beinst meðal annars að viðkvæmum stöðum, svo sem höfði, hálsi og kvið konunnar. Framburður mannsins hafi verið ruglingslegur og lítið á honum byggjandi. Engin vitni hafi verið að verknaðinum. Ekki liggi skýrt fyrir hvernig hann veitti konunni þann áverka sem dró hana til dauða þótt fyrir liggi að um hafi verið að ræða mjög þungt högg eða mikinn þrýsting, sem hafi gengið djúpt inn í kvið hennar. Samkvæmt framburði sérfræðivitnis hafi hann getað hafa komið til þannig að stigið væri á kvið konunnar með fæti eða hné. Maðurinn hafi margsinnis gengið af mikilli hörku í skrokk á konunni og sýnt af sér algert skeytingarleysi um velferð hennar. „Þó þyki varhugavert að telja fram komna fulla sönnun þess að ásetningur hans hafi á verknaðarstundu staðið til þess að bana brotaþola heldur verður lagt til grundvallar að hann hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi um afleiðingar háttsemi sinnar. Verður brotið því ekki heimfært til 211. gr. almennra hegningarlaga.“ Aftur á móti teldist með vísan til tengsla mannsins við konuna, grófleika árásarinnar og þess að konan lést af áverkum sínum, rétt að heimfæra háttsemi hans til brots í nánu sambandi sem leiðir til andláts. Slíkt brot varðar allt að sextán ára fangelsi. Gott að ofbeldinu væri lokið Í dóminum segir að synir fólksins, móðir konunnar og vinkona konunnar til áratuga hafi lýst því að maðurinn hafi beitt konuna alvarlegu heimilisofbeldi um árabil. Þá hafi lögregla aflað gagna um sögu sambands mannsins og konunnar í gegnum tíðina, meðal annars frá heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagsþjónustu auk gagna úr málaskrá lögreglu. Lögreglumaður hafi tekið saman yfirlit þar um sem nái allt aftur til ársins 1999 en varði þó einkum árin 2008 til 2015 og frá árinu 2021 þar til atvik máls þessa urðu. Niðurstaða hans hafi verið að líklega hafi maðurinn beitt brotaþola heimilisofbeldi í á þriðja tug ára og hún, vegna meðvirkni með ástandinu, að mestu og nánast alltaf neitað samvinnu við lögreglu. Hún hafi kallað á hjálp þegar þau bjuggu á ótilgreindum stað á árunum 2009 og 2011 en verklag þess tíma og meðvirkni hennar orðið til þess að málin hafi ekki fengið framgang og hún farið heim í sama ástandið aftur og aftur. Í dóminum er haft eftir báðum sonum fólksins, sem hafa ekki náð átján ára aldri, að ofbeldið hafi verið nokkuð stöðugt, nema þegar foreldrar þeirra væru edrú. Það hafi þó verið sjaldan. Þegar annar sonurinn hafi verið spurður um líðan sína hafi hann sagt foreldra sína sjaldnast hafa staðið sig í foreldrahlutverkinu og hann þurfi að hafa fyrir því að finna góðar minningar. „Ástandið hafi verið ömurlegt og gott að þessu skuli vera lokið. Þetta hafi ekki verið neitt líf hjá brotaþola,“ segir í dóminum. Hinn sonurinn hafi sagt líðan sína ekki hafa breyst eftir andlát móðurinnar. „Þetta hafi bara verið venjan en nú sé þessu ofbeldi alla vega lokið.“ Heilabilaður en sakhæfur Í kafla dómsins um mat á sakhæfi mannsins segir að hann hafi margsinnis vísað til þess fyrir dómi og við yfirheyrslur að hann væri með Alzheimers og mjög slæmt minni. Samkvæmt mati geðlæknis og öldrunarlæknis sé hann með heilabilun. Til að um sé að ræða sakhæfisskort sem leiðir til refsileysis samkvæmt almennum hegningarlögum verði andlegur annmarki að vera á háu stigi. Þá þurfi maður að hafa verið alls ófær um að hafa stjórn á gerðum sínum vegna hins andlega annmarka þegar hann vann verkið eða ófær um að bera skynbragð á afleiðingar verknaðarins. Þrátt fyrir matsgerðir um að minni mannsins væri skert og hann með heilabilun hafi ekkert komið fram um að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna heilabilunarinnar. Þá liggi fyrir að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og komið sér sjálfur í það ástand. Að mati matsmanna hefði maðurinn ekki framið verknaðinn allsgáður. Þá hafi ekkert komið fram í málinu sem mælir gegn því að fangelsismálastofnun geti tryggt manninum viðunandi meðferð. Álit dómsins sé að ástand mannsins sé ekki á því stigi að hann geti ekki áttað sig nægilega á afleiðingum gerða sinna og ætla megi að refsing geti borið árangur. Maðurinn væri vegna alls ofangreinds dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Ljóst að málið muni hafa afleiðingar á drengina Loks segir í dóminum að synir fólksins tveir hafi krafist sex milljóna króna hvor í miskabætur. Samkvæmt öllu framansögðu beri maðurinn bótaskyldu gagnvart drengjunum. Fyrir [x] og [y] ára drengi sé það augljóslega til þess fallið að valda miska að missa móður á þennan hátt. Þá hljóti það að auka enn frekar á miska bótakrefjenda að faðir þeirra skyldi vera þar að verki. Drengirnir hafi ekki leitað sérfræðiaðstoðar og því liggi ekki fyrir vottorð um andlega heilsu þeirra og líðan. Hins vegar liggi fyrir framburðir þeirra hjá lögreglu og fyrir dómi. Af þeim verði ráðið að þeir hafa orðið fyrir miklum miska vegna atvika málsins og háttsemi föður þeirra í gegnum tíðina þótt þeir hafi reynt að bera sig vel. „Má ætla að þeir muni hafa þörf fyrir að leita sér aðstoðar síðar þótt þeir upplifi það nú sem létti að þessu ógnarástandi sé lokið og reyni að harka af sér.“ Því yrðu miskabætur ákveðnar fjórar milljónir króna til hvors þeirra. Krafa annars bróðurins um bætur vegna útfararkostnaðar sé studd reikningum og yrði tekin til greina. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Heimilisofbeldi Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Grunaður um heimilisofbeldi skömmu fyrir meint manndráp Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 7. ágúst 2024 16:10 Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. 16. júlí 2024 13:54 Ákærður vegna andlátsins í Naustahverfi Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega. 15. júlí 2024 11:23 Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp á mánudag en birtur í dag. Maðurinn, sem er ekki nafngreindur í dóminum, hlaut tólf ára fangelsi fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konunnar. Þannig var hann ekki sakfelldur fyrir manndráp í skilningi hegningarlaga. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi þann 22. apríl þegar konan lést. Hann var í ákærunni sagður hafa beitt konuna ýmiss konar ofbeldi og misþyrmt henni í aðdraganda andlátsins. Konan hlaut ýmsa áverka og lést af völdum innvortis blæðingar. Hann var einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi þann 6. febrúar. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og handlegg. Gerð var krafa fyrir hönd sona ákærða og hinnar látnu um miskabætur upp á sex milljónir króna, hvorum fyrir sig. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða grunur vakni um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. „Fyrirgefðu, fyrirgefðu“ Í dóminum er málsatvikum lýst svo að aðfaranótt 22. apríl þessa árs hafi maðurinn hringt í neyðarlínuna í neyðarlínuna og tilkynnt að konan hans lægi á gólfinu og hann héldi að hún væri látin, hún væri köld. Hann hafi sagst hafa séð konuna lifandi fyrir á að giska fjórum til sex tímum. „Þá segir hann: „[...] mín, [...] ... fyrirgefðu, fyrirgefðu“.,“ segir í dóminum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi lögregla komið á vettvang þegar klukkuna vantaði 23 mínútur í fimm að morgni og hitt þar fyrir manninn reykjandi í útidyrum. Hann hafi fylgt lögreglu inn, sagt „Hún er bara dáin“ og bent inn í stofu heimilisins. Lögreglumaður hafi þó séð að konan hafi legið á svefnherbergisgólfi, hreyfingarlaus. Ástand hennar hafi verið kannað en engin viðbrögð fengist og lífsmörk ekki verið til staðar. Lögreglumaður hafi spurt manninn hvenær brotaþoli hefði fallið á gólfið og hann svarað: „Ég veit það ekki, ég var sofandi sko, hún er bara köld, guð minn góður.“ Sagði konuna hafa dottið Í dóminum segir að maðurinn hafi borið fyrir dómi að umrætt kvöld hafi hann verið að horfa á sjónvarpið. Konan hafi komið fram til hans, gengið hægra megin við hann þar sem hann sat í stól, og dottið. Hann hafi rétt út hönd til að draga úr falli hennar. Hann hafi fyrir dómi gert nokkuð úr að hann hefði meiðst á öxl við það. Hann hafi sagt konuna hafa lent á hörðu en sagt að hún hafi ekki meitt sig. Þau hafi síðan horft á sjónvarpið þar til hann fór að sofa. Þegar hann vaknaði hafi brotaþoli setið á stól í stofunni með opin augu og verið orðin köld. Þetta hafi verið snemma kvölds. Hann hafi ætlað að hringja í 112 en ekki fundið símann sinn og hlaupið út. Þar hafi verið fjöldi unglinga og 20 til 30 símar komið á loft þegar hann bað þau að hringja fyrir sig. Brotaþoli hafi enn setið á stól þegar hjálp barst. Þær skýringar mannsins að konan hafi hlotið áverkana við fall, þar á meðal þann áverka á kvið, með áverkum og rofi á efri garnahengisbláæð, sem hafi orðið banamein hennar, fái ekki staðist. Samkvæmt framburði réttarlæknis væri eini möguleikinn á að slíkur áverki yrði til við fall að viðkomandi lenti á hlut sem væri fastur fyrir, með ákomusvæði líku hné. Hefði ákomusvæðið verið umfangsmeira hefðu rifbein brotnað hver sínu megin við. Áverkinn hafi samræmst því að stigið hafi verið á kvið konunnar með fæti eða hné. Enginn hlutur sem samræmist því að áverkinn hafi komið til við fall hafi komið fram við rannsóknina þrátt fyrir að það hafi verið athugað og meðal annars hafi verið skoðað hvort konan hefði getað fallið á stól eða lofthreinsitæki sem þar var. Skólabókardæmi um heimilisofbeldi Það sé þó ekki síst heildarmynd áverka konunnar sem bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir ofbeldisverk. Áverkarnir hafi verið fjölmargir, víða um líkama konunnar. Sérfræðivitni hafi borið fyrir dómi að heildarmynd áverkanna væri skólabókardæmi um árásir, til dæmis mikið heimilisofbeldi. Réttarlæknir hafi kveðið heildarmynd áverka á höfði, hálsi, útlimum og bol konunnar vera dæmigerða fyrir árás af völdum annars manns. Í skýrslu um réttarkrufningu hafi þó komið fram að ekki væri útilokað að áverkar sem nefndir eru í tilteknum tölulið ákæru hefðu getað komið til við eigið fall þótt eins megi rekja þá til höggs veittu af öðrum manni í bolinn. Aðrir áverkar sem þar séu mögulega taldir vera vegna falls hafi verið smávægilegir. Samkvæmt framangreindu bendi áverkamyndin sterklega til þess að annar maður hafi veitt konunni alla alvarlegustu áverkana, þar á meðal áverkann á kviðinn sem dró hana til dauða og áverka á hálsi sem ætla megi að hafi komið til fyrir hálstak. Mundi ekki eftir ofbeldinu en sagði konuna ekki hafa dáið af sjálfu sér Í dóminum segir að í fyrstu skýrslu sinni hjá lögreglu, um tíu klukkustundum eftir að lögregla kom á vettvang, hafi maðurinn greint frá því að hafa verið mjög ölvaður, með „djöfulsins læti“, og að konan hafi ekki dáið af sjálfu sér. Áverkar hlytu að hafa verið af hans völdum þótt hann myndi ekki eftir því. Í samtali við neyðarlínu hafi hann beðið konuna fyrirgefningar. Frásögn um að konan hafi dottið og hann síðan fundið hana látna í stól inni í stofu, og af börnunum fyrir utan húsið, hafi komið fram í annarri skýrslu hans og hann hafi síðan haldið sig við hana. Að mati dómsins væru líkur á að í fyrstu skýrslu hafi hann vísað til þess litla sem hann mundi en hann hafi síðar fyllt í eyðurnar. Með vísan til þessa teljist sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru og þannig valdið áverkum þeim sem þar er lýst. Ekki sannað að hann hafi ætlað að myrða konuna Í dóminum segir að í ákæru hafi brot mannsins verið heimfærð til ákvæðis almennra hegningarlaga um manndráp. Slíkt brot varðar fimm ára fangelsisvist hið skemmsta, allt að ævilangri. Til þess að verknaður mannsins yrði talinn manndráp sem varði greinina þurfi ákæruvaldið að sýna fram á að ásetningur hans á verknaðarstundu hafi ekki aðeins náð til ofbeldisverksins heldur einnig þess að bana konunni. Þegar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi í aðdraganda andláts konunnar beitt hana margþættu ofbeldi og að lokum veitt henni áverka sem varð henni að aldurtila. Að áliti dómsins þyki rétt að virða framgöngu mannsins í aðdraganda andláts konunnar í heild. Atlögur hans hafi verið margar og beinst meðal annars að viðkvæmum stöðum, svo sem höfði, hálsi og kvið konunnar. Framburður mannsins hafi verið ruglingslegur og lítið á honum byggjandi. Engin vitni hafi verið að verknaðinum. Ekki liggi skýrt fyrir hvernig hann veitti konunni þann áverka sem dró hana til dauða þótt fyrir liggi að um hafi verið að ræða mjög þungt högg eða mikinn þrýsting, sem hafi gengið djúpt inn í kvið hennar. Samkvæmt framburði sérfræðivitnis hafi hann getað hafa komið til þannig að stigið væri á kvið konunnar með fæti eða hné. Maðurinn hafi margsinnis gengið af mikilli hörku í skrokk á konunni og sýnt af sér algert skeytingarleysi um velferð hennar. „Þó þyki varhugavert að telja fram komna fulla sönnun þess að ásetningur hans hafi á verknaðarstundu staðið til þess að bana brotaþola heldur verður lagt til grundvallar að hann hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi um afleiðingar háttsemi sinnar. Verður brotið því ekki heimfært til 211. gr. almennra hegningarlaga.“ Aftur á móti teldist með vísan til tengsla mannsins við konuna, grófleika árásarinnar og þess að konan lést af áverkum sínum, rétt að heimfæra háttsemi hans til brots í nánu sambandi sem leiðir til andláts. Slíkt brot varðar allt að sextán ára fangelsi. Gott að ofbeldinu væri lokið Í dóminum segir að synir fólksins, móðir konunnar og vinkona konunnar til áratuga hafi lýst því að maðurinn hafi beitt konuna alvarlegu heimilisofbeldi um árabil. Þá hafi lögregla aflað gagna um sögu sambands mannsins og konunnar í gegnum tíðina, meðal annars frá heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagsþjónustu auk gagna úr málaskrá lögreglu. Lögreglumaður hafi tekið saman yfirlit þar um sem nái allt aftur til ársins 1999 en varði þó einkum árin 2008 til 2015 og frá árinu 2021 þar til atvik máls þessa urðu. Niðurstaða hans hafi verið að líklega hafi maðurinn beitt brotaþola heimilisofbeldi í á þriðja tug ára og hún, vegna meðvirkni með ástandinu, að mestu og nánast alltaf neitað samvinnu við lögreglu. Hún hafi kallað á hjálp þegar þau bjuggu á ótilgreindum stað á árunum 2009 og 2011 en verklag þess tíma og meðvirkni hennar orðið til þess að málin hafi ekki fengið framgang og hún farið heim í sama ástandið aftur og aftur. Í dóminum er haft eftir báðum sonum fólksins, sem hafa ekki náð átján ára aldri, að ofbeldið hafi verið nokkuð stöðugt, nema þegar foreldrar þeirra væru edrú. Það hafi þó verið sjaldan. Þegar annar sonurinn hafi verið spurður um líðan sína hafi hann sagt foreldra sína sjaldnast hafa staðið sig í foreldrahlutverkinu og hann þurfi að hafa fyrir því að finna góðar minningar. „Ástandið hafi verið ömurlegt og gott að þessu skuli vera lokið. Þetta hafi ekki verið neitt líf hjá brotaþola,“ segir í dóminum. Hinn sonurinn hafi sagt líðan sína ekki hafa breyst eftir andlát móðurinnar. „Þetta hafi bara verið venjan en nú sé þessu ofbeldi alla vega lokið.“ Heilabilaður en sakhæfur Í kafla dómsins um mat á sakhæfi mannsins segir að hann hafi margsinnis vísað til þess fyrir dómi og við yfirheyrslur að hann væri með Alzheimers og mjög slæmt minni. Samkvæmt mati geðlæknis og öldrunarlæknis sé hann með heilabilun. Til að um sé að ræða sakhæfisskort sem leiðir til refsileysis samkvæmt almennum hegningarlögum verði andlegur annmarki að vera á háu stigi. Þá þurfi maður að hafa verið alls ófær um að hafa stjórn á gerðum sínum vegna hins andlega annmarka þegar hann vann verkið eða ófær um að bera skynbragð á afleiðingar verknaðarins. Þrátt fyrir matsgerðir um að minni mannsins væri skert og hann með heilabilun hafi ekkert komið fram um að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna heilabilunarinnar. Þá liggi fyrir að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og komið sér sjálfur í það ástand. Að mati matsmanna hefði maðurinn ekki framið verknaðinn allsgáður. Þá hafi ekkert komið fram í málinu sem mælir gegn því að fangelsismálastofnun geti tryggt manninum viðunandi meðferð. Álit dómsins sé að ástand mannsins sé ekki á því stigi að hann geti ekki áttað sig nægilega á afleiðingum gerða sinna og ætla megi að refsing geti borið árangur. Maðurinn væri vegna alls ofangreinds dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Ljóst að málið muni hafa afleiðingar á drengina Loks segir í dóminum að synir fólksins tveir hafi krafist sex milljóna króna hvor í miskabætur. Samkvæmt öllu framansögðu beri maðurinn bótaskyldu gagnvart drengjunum. Fyrir [x] og [y] ára drengi sé það augljóslega til þess fallið að valda miska að missa móður á þennan hátt. Þá hljóti það að auka enn frekar á miska bótakrefjenda að faðir þeirra skyldi vera þar að verki. Drengirnir hafi ekki leitað sérfræðiaðstoðar og því liggi ekki fyrir vottorð um andlega heilsu þeirra og líðan. Hins vegar liggi fyrir framburðir þeirra hjá lögreglu og fyrir dómi. Af þeim verði ráðið að þeir hafa orðið fyrir miklum miska vegna atvika málsins og háttsemi föður þeirra í gegnum tíðina þótt þeir hafi reynt að bera sig vel. „Má ætla að þeir muni hafa þörf fyrir að leita sér aðstoðar síðar þótt þeir upplifi það nú sem létti að þessu ógnarástandi sé lokið og reyni að harka af sér.“ Því yrðu miskabætur ákveðnar fjórar milljónir króna til hvors þeirra. Krafa annars bróðurins um bætur vegna útfararkostnaðar sé studd reikningum og yrði tekin til greina.
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða grunur vakni um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Heimilisofbeldi Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Grunaður um heimilisofbeldi skömmu fyrir meint manndráp Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 7. ágúst 2024 16:10 Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. 16. júlí 2024 13:54 Ákærður vegna andlátsins í Naustahverfi Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega. 15. júlí 2024 11:23 Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Grunaður um heimilisofbeldi skömmu fyrir meint manndráp Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 7. ágúst 2024 16:10
Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. 16. júlí 2024 13:54
Ákærður vegna andlátsins í Naustahverfi Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega. 15. júlí 2024 11:23
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20