Erlent

Daníel fær 24 ára dóm til við­bótar fyrir barna­níð

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Daníel Gunnarsson hefur samanlagt verið dæmdur til að sitja í fangelsi í rúma hálfa öld.
Daníel Gunnarsson hefur samanlagt verið dæmdur til að sitja í fangelsi í rúma hálfa öld. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu.

Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu.

Bandaríski miðillinn Bakersfield Now fjallar um málið þar sem vitnað er í dómsskjöl frá Ken County. Vísir hefur áður fjallað um mál Daníels en hann gerði dómsátt við ákæruvaldið um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins. Hann hefur því verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri. Hann var einnig ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis, og fyrir fyrir vörslu barnaníðsefnis. Þá átti hins vegar eftir að ákvarða refsingu.

Faðir Daníels er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna en hann hefur búið í Kaliforníu í Bandaríkjunum síðan hann var ungur.

Dómurinn sem féll í gær bætist við fyrri refsingu fyrir morðið á Katie Pham sem féll í mars í fyrra sem hljóðaði upp á 27 ár og fjóra mánuði, til lífstíðarfangelsis. Þannig mun Daníel þurfa að sitja inni í minnst 51 ár og fjóra mánuði vegna dómanna tveggja fyrir morð og barnaníð.

Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Pham og Daníel höfðu átt í stuttu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini, en Daníel réði Pham bana með ísnál. Hann var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×