Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 09:01 Halla Tómasdóttir tók við sem forseti í sumar. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning. Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Sjá meira
Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning.
Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Sjá meira
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03