Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 10:00 Strákarnir hans Rubens Amorim hafa tapað tveimur leikjum í röð. getty/Clive Brunskill Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brotthvarf Dans Ashworth frá félaginu sé ekki ákjósanlegt. Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30
Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30
Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00
Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02