Lífið

Selena komin með hring

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Selena og Blanco hafa aldrei verið betri.
Selena og Blanco hafa aldrei verið betri.

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Þau hafa verið saman í rúmt ár, síðan í desember í fyrra þó þau hafi verið farin að stinga saman nefjum um sumarið. Þau kynntust vinnunnar vegna við gerð tónlistar Gomez, laga líkt og Single Soon og I Can't Get Enough.

Aðrar stjörnur hafa keppst við að óska parinu til hamingju með trúlofunina. Þeirra á meðal eru Gwyneth Paltrow, Jennifer Aniston og Taylor Swift. Sú síðastnefnda heitir því að verða blómastúlkan í brúðkaupi þeirra.

Gomez hefur áður tjáð sig um sambandið við Vanity Fair. „Ég hef aldrei verið elskuð á þennan hátt. Hann hefur bara verið ljós. Algjört ljós í mínu lífi. Hann er besti vinur minn og ég elska að segja honum frá öllu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.