Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. Þessir greinastúfar mínir byggja eins og áður hefur komið fram á bréfum og samtölum við listafólk á öllum aldri, úr öllum greinum listarinnar, af margvíslegum kynjum og þjóðerni. Það sem sameinar þetta listafólk er mikil metnaður til að sinna list sinni, elja við þá iðju, og að hafa allt hlotið athygli í hinum íslenska listaheim. Þessar greinar byggja á upplifun viðkomandi listafólks af stjórnsýslu Listamannalauna og samskiptum við stjórnvöld eins og til dæmis úthlutunarnefndir. Það má greina fræðilega þræði í þessum pistlum t.d. er stuðst við aðferðarfræði eiginlegrar rannsókna þegar bréf eru lesin og leitað eftir þemum í þeim. Það er samt ekki markmið með þessum greinum að reyna að útskýra upplifanir listafólks af t.d. samskiptum við úthlutunarnefndir, út frá einhverjum fræðilegumkenningum. Það er heldur ekki markmiðið með þessum pistlum að komast að einhverjum niðurstöðum, ferkar að einblína á einstaka áhugaverða þætti sem undirritaður telur að eigi heima í vandaðri umræðu um stöðu og stefnu Listamannalauna og reyna með því að ýta undir fjölþætta umræðu um Listamannalaun og hlutverk þeirra. Það er ágætt að taka það fram að ég þekki líka listafólk sem hefur reglulega fengið starfslaun og aðra styrki. Náfrænka mín fékk t.d. tólf mánaða úthlutun fyrir árið 2025 (og er henni óskað innilega til hamingju hér með). Listafólk sem fær reglulega starfslaun, upplifir sig samt berskjaldað gagnvart ákvörðunum úthlutunarnefnda og lýsa því hversu það er erfitt að vera eitt árið með laun í 9-12 mánuði og fara út því í að fá enga úthlutun. Sum þeirra upplifa að ef eitt árið komi ásættanleg veiting úr launasjóði, að í kjölfarið komi ár þar sem engu er úthlutaði til þeirra. Ísland er lítið og tengslanet og jafnvel áhrif fólks sem vinnur að listsköpun, liggur víða. Við sjáum i þáttum og í fréttum úr menningarlífinu, stundum sama fólkið aftur og aftur á frumsýningum og opnunum, að skála við sama fólkið aftur og aftur. Þetta þéttriðna net tengsla getur orðið til þess að sumir listamenn, þeir sem ekki upplifi að þeir tilheyri, jafn þéttriðnu neti, upplifi að listaheimurinn á Íslandi sé stéttskiptur þar sem einhver elíta trónir efst á pýramídanum og njóti mestra gæða og því neðar sem þú ert staðsettur í píramídanum, því minni verða gæðin og lakari, sem þú átt kost á. Þessi þéttriðnu tengslanet sem viðkomandi listafólk hefur stundum varið tugum ára í að byggja upp, auka líka á að áskoranir stjórnsýslunnar við ákvörðun um úthlutun gæða, sé ekki auðveld. en ég kem að því síðar. Áhersla stjórnar Listamannalauna fyrir árið 2025 Á heimasíðu Rannís kemur fram að áherslur stjórnar Listamannalauna fyrir komandi ár séu “að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma.” Þessa yfirlýsingu er hægt að lesa sem að nú sé tækifæri fyrir listafólk af erlendum uppruna, listafólk sem er kynsegið, sem býr við líkamlegar- eða andlegar áskoranir eða listafólk sem velur það að lifa og hrærast í einhverskonar jaðarlistamennsku, að sækja um listamannalaun og eiga von um úthlutun. Listafólk af erlendum uppruna sem hefur verið í sambandi við mig og sem búa á Íslandi og er virkir þátttakendur í íslensku listalífi, upplifir að það sé hornreka. Að það fái síður inn í t.d. viðurkenndum sýningarsölum, eigi erfiðara með að fá bækur gefnar út og fái siður Listamannalaun. Upplifun þeirra er að þegar þau sæki um sýningarpláss eða fari fram á rökstuðning vegna höfnun, sé að oft fái þau ekki svör eins og það taki því ekki að t.d. svara umsóknum sem berast á ensku. Jafnvel eftir að hafa fengið ríkisborgararétt og búið á landinu í mörg ár eða áratugi og hafa hloti íslenskar viðurkenningar, sé horft fram hjá framlagi þeirra er kemur að verðlaunaveitingum og úthlutun launa og styrkja. Upplifun listafólks með erlendan bakgrunn rímar við upplifun innflytjanda og fólks á flótta sem kemur til Íslands og upplifir að bæði húsnæðis- og atvinnumarkaður sé þeim næstum lokaður og í sumum tilfellum lokaður. Með þessar hindranir sem listafólk af erlendum uppruna upplifir sig mæta og út frá þeim viðmiðunum sem stjórn listamannalauna vann eftir við síðustu úthlutun og átti að endurspegla hina fjölbreyttu flóru listafólks á Íslandi, eru eftirfarandi tölur áhugaverðar: Úthlutanir úr launasjóði rithöfunda til fólks af erlendum uppruna eru 4%, þetta árið. 4.4% þeirra sem fá úr myndlistarsjóð eru með erlendan bakgrunn. Þá eru 6.25% þeirra sem hljót laun sem sviðslistafólk, erlent og loks eru 8.7% tónskálda sem hljóta úthlutun árið 2025, af erlendum uppruna. Alls fengu 251 úthlutun úr öllum sjóðum og af þeim eru 17 af erlendum uppruna eða 6.8%. Íbúar af erlendum uppruna voru í 1. október 2024 alls 80.118. eða 19.8% þjóðarinnar. Auðvitað er þessi tölfræði villandi. Af þessum rúmlega áttatíu þúsund Íbúum á Íslandi sem eru innflytjendur er þúsundir fólks á flótta og þúsundir sem við getum kallað farandverkafólk sem er komið hingað til að vinna um lengri eða skemmri tíma. Meirihluti beggja þessara hópa snýr heim við fyrsta tækifæri. Ég ætla bara að láta það eftir lesendum að dæma hvort að 6.8% úthlutunar fjármuna til fólks með erlendan bakgrunn ”endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks” sem hún á að spegla. Kynsegin listafólk og listafólk sem aðhyllist og notfærir sér hugmyndafræði róttækra stefnu í list sinni, eins og femínisma, eru í andspyrnu gagnvart síðnýlenduhyggju, reyni að valdefla jaðarsettahópa með list sinni, upplifir það að umsóknir þeirra, sama hversu vel unnar og ítarlegar þær séu, eigi litla möguleika til að fá úthlutunn, Þessi hópur upplifir að stjórnir listamannalauna sé stýrt af því félagslegakerfi sem í daglegutali er kallað Feðraveldi og útdeilir félaglegum forréttindum og gæðum til hvítra miðaldra karla. Listafólk sem hefur gagnrýnt núverandi kerfi eða gagnrýnt vinnubrögð fagfélaga, upplifir sig í erfiðir stöðu að því loknu. Að erfitt sé að koma sköpun sinni á framfæri ef gagnrýnin hafi verið beitt að ríkjandi ástandi og að launasjóðir hafni þeim enn frekar hafi viðkomandi listafólki gagnrýnt t d. forsendur við úthlutun listamannalauna. Á fólk að upplifa það að ákvörðun sem stjórnvald tekur sé mögulega tekin af einhverjum öðrum hvötum en hreinni fagmennsku- og mati? Úthlutunarnefndirnar eru ekki starfsmenn Rannís heldur valdir árlega í störfin og sama fólk er ekki í nefndinni tvö ár í röð. Þeir sem sitja í þessu nefndum þurfa að fara yfir tugi eða hundruð umsókna sem langflestar eru vel gerðar og frá þekktu listafólki. Allar nefndir hafa svo takmarkað fé til úthlutunar. Þá berast öllum þessum nefndum umsóknir frá listafólki sem erfitt eða ómögulegt er að sniðganga vegna stöðu þess innan íslenska listaheimsins. Loks var á þessu ári verkefni bætt við störf nefndanna: að hafna umsóknum með stuttri umsögn um umsóknina. Þá er líka hægt að velta því fyrir sér hvaða leiðbeiningar nefndarfólk fær frá starfsfólki Rannís. Hvernig er þeim leiðbeint með það hvernig á að meta umsóknir listafólks og hvernig á að meta gæði umsókna? Fá allar nefndirnar sömu leiðbeiningar? Er farið sé yfir hvert sé hlutverk þeirra og skyldur t.d. gagnvart stjórnsýslulögum eins og þegar kemur að mögulegu vanhæfni? Er hægt að vera í úthlutunarnefnd á Íslandi og ekki vera vanhæfur? Í jafn litlu samfélagi og Ísland er, þar sem listaheimurinn er nánast örheimur, hvernig er hægt er að tryggja að listamannalaunum sé ekki úthlutað eftir frændhyggli. Og að lokum: á nefndarfólk það skilið að sitja undir ásökunum um frændhyggli, ár eftir ár, þegar það er að vinna við jafn erfið og flókin skilyrði og það að sitja í úthlutunarnefnd er, skilið gagnrýni? Að lokum Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) eða önnur fag- og hagsamtök listafólk ætti að íhuga það að gera rannsókn á högum og upplifun listafólks af styrkjaumhverfinu. Ef það hefur ekki bolmagn til rannsókna þá má kaupa stakar spurningar hjá flestum fyrirtækjum sem stunda markaðsrannsóknir. Það yrði forvitnilega að sjá hvernig spurningin “treystirðu því að faglega sé staðið að úthlutun launa til listafólks?” Forkona rithöfundarsambandsins tjáði sig nýlega um skort á hlunnindum hvað varðar kjör höfunda er kemur að greiðslum frá Stortyell. Hún réttilega benti á að höfundar væru að fá greiðslur, langt undir því sem lámarkslaun verkafólks er, fyrir hugverk. Henni þótti ekki ástæða að koma fram í fjölmiðlum og spyrja spurninga um það að fertugur höfundur sem hefur sent frá sér 19 bækur á 17 árum, fer úr því að fá starflaun i 9 mánuði, niður i núll. Hagsmunasamtök listafólks eru ekki undanþegin gagnrýni. Listafólk sem fær ekki laun reglulega vill að fagsamtök séu sýnilegri og séu “rödd” félags- manna og kvenna. Þá svíður það nokkrum höfundum sem bæði fengu synjun og samþykki, Að rithöfundarsambandið hafi ekki fjallað um það opinberlega hvers vegna hópur karlmanna fæddur á milli 1980-1985, fara úr því að fá 9-12 mánuði, yfir í það að fá ekki krónu? Eiga hagsamtök listafólks ekki að spyrja stjórnvöld hvað valdi ákvörðunartöku sem þessari?Loks vil ég benda á að Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor, fjallar um listaelítur í bók sinni Elítur og valdakerfi á Íslandi (Gunnar Helgi Kristinsson, 2021, bls 146-161) og mæli ég með þessari bók. Gunnar Helgi notar til dæmis tölfræði í þessari grein til að skoða bakgrunn listafólksÍ næsta pistli ætla ég að fjalla um valdakerfi hagsmunasamtaka listafólks sem stýra hagsmunabaráttu listafólks og hversu slök sú barátta virðist vera, með augum þeirra sem fá ekki reglulega styrki. Minni líka á netfangið er thorhallur@rannsokn-radgjof.net Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. Þessir greinastúfar mínir byggja eins og áður hefur komið fram á bréfum og samtölum við listafólk á öllum aldri, úr öllum greinum listarinnar, af margvíslegum kynjum og þjóðerni. Það sem sameinar þetta listafólk er mikil metnaður til að sinna list sinni, elja við þá iðju, og að hafa allt hlotið athygli í hinum íslenska listaheim. Þessar greinar byggja á upplifun viðkomandi listafólks af stjórnsýslu Listamannalauna og samskiptum við stjórnvöld eins og til dæmis úthlutunarnefndir. Það má greina fræðilega þræði í þessum pistlum t.d. er stuðst við aðferðarfræði eiginlegrar rannsókna þegar bréf eru lesin og leitað eftir þemum í þeim. Það er samt ekki markmið með þessum greinum að reyna að útskýra upplifanir listafólks af t.d. samskiptum við úthlutunarnefndir, út frá einhverjum fræðilegumkenningum. Það er heldur ekki markmiðið með þessum pistlum að komast að einhverjum niðurstöðum, ferkar að einblína á einstaka áhugaverða þætti sem undirritaður telur að eigi heima í vandaðri umræðu um stöðu og stefnu Listamannalauna og reyna með því að ýta undir fjölþætta umræðu um Listamannalaun og hlutverk þeirra. Það er ágætt að taka það fram að ég þekki líka listafólk sem hefur reglulega fengið starfslaun og aðra styrki. Náfrænka mín fékk t.d. tólf mánaða úthlutun fyrir árið 2025 (og er henni óskað innilega til hamingju hér með). Listafólk sem fær reglulega starfslaun, upplifir sig samt berskjaldað gagnvart ákvörðunum úthlutunarnefnda og lýsa því hversu það er erfitt að vera eitt árið með laun í 9-12 mánuði og fara út því í að fá enga úthlutun. Sum þeirra upplifa að ef eitt árið komi ásættanleg veiting úr launasjóði, að í kjölfarið komi ár þar sem engu er úthlutaði til þeirra. Ísland er lítið og tengslanet og jafnvel áhrif fólks sem vinnur að listsköpun, liggur víða. Við sjáum i þáttum og í fréttum úr menningarlífinu, stundum sama fólkið aftur og aftur á frumsýningum og opnunum, að skála við sama fólkið aftur og aftur. Þetta þéttriðna net tengsla getur orðið til þess að sumir listamenn, þeir sem ekki upplifi að þeir tilheyri, jafn þéttriðnu neti, upplifi að listaheimurinn á Íslandi sé stéttskiptur þar sem einhver elíta trónir efst á pýramídanum og njóti mestra gæða og því neðar sem þú ert staðsettur í píramídanum, því minni verða gæðin og lakari, sem þú átt kost á. Þessi þéttriðnu tengslanet sem viðkomandi listafólk hefur stundum varið tugum ára í að byggja upp, auka líka á að áskoranir stjórnsýslunnar við ákvörðun um úthlutun gæða, sé ekki auðveld. en ég kem að því síðar. Áhersla stjórnar Listamannalauna fyrir árið 2025 Á heimasíðu Rannís kemur fram að áherslur stjórnar Listamannalauna fyrir komandi ár séu “að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma.” Þessa yfirlýsingu er hægt að lesa sem að nú sé tækifæri fyrir listafólk af erlendum uppruna, listafólk sem er kynsegið, sem býr við líkamlegar- eða andlegar áskoranir eða listafólk sem velur það að lifa og hrærast í einhverskonar jaðarlistamennsku, að sækja um listamannalaun og eiga von um úthlutun. Listafólk af erlendum uppruna sem hefur verið í sambandi við mig og sem búa á Íslandi og er virkir þátttakendur í íslensku listalífi, upplifir að það sé hornreka. Að það fái síður inn í t.d. viðurkenndum sýningarsölum, eigi erfiðara með að fá bækur gefnar út og fái siður Listamannalaun. Upplifun þeirra er að þegar þau sæki um sýningarpláss eða fari fram á rökstuðning vegna höfnun, sé að oft fái þau ekki svör eins og það taki því ekki að t.d. svara umsóknum sem berast á ensku. Jafnvel eftir að hafa fengið ríkisborgararétt og búið á landinu í mörg ár eða áratugi og hafa hloti íslenskar viðurkenningar, sé horft fram hjá framlagi þeirra er kemur að verðlaunaveitingum og úthlutun launa og styrkja. Upplifun listafólks með erlendan bakgrunn rímar við upplifun innflytjanda og fólks á flótta sem kemur til Íslands og upplifir að bæði húsnæðis- og atvinnumarkaður sé þeim næstum lokaður og í sumum tilfellum lokaður. Með þessar hindranir sem listafólk af erlendum uppruna upplifir sig mæta og út frá þeim viðmiðunum sem stjórn listamannalauna vann eftir við síðustu úthlutun og átti að endurspegla hina fjölbreyttu flóru listafólks á Íslandi, eru eftirfarandi tölur áhugaverðar: Úthlutanir úr launasjóði rithöfunda til fólks af erlendum uppruna eru 4%, þetta árið. 4.4% þeirra sem fá úr myndlistarsjóð eru með erlendan bakgrunn. Þá eru 6.25% þeirra sem hljót laun sem sviðslistafólk, erlent og loks eru 8.7% tónskálda sem hljóta úthlutun árið 2025, af erlendum uppruna. Alls fengu 251 úthlutun úr öllum sjóðum og af þeim eru 17 af erlendum uppruna eða 6.8%. Íbúar af erlendum uppruna voru í 1. október 2024 alls 80.118. eða 19.8% þjóðarinnar. Auðvitað er þessi tölfræði villandi. Af þessum rúmlega áttatíu þúsund Íbúum á Íslandi sem eru innflytjendur er þúsundir fólks á flótta og þúsundir sem við getum kallað farandverkafólk sem er komið hingað til að vinna um lengri eða skemmri tíma. Meirihluti beggja þessara hópa snýr heim við fyrsta tækifæri. Ég ætla bara að láta það eftir lesendum að dæma hvort að 6.8% úthlutunar fjármuna til fólks með erlendan bakgrunn ”endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks” sem hún á að spegla. Kynsegin listafólk og listafólk sem aðhyllist og notfærir sér hugmyndafræði róttækra stefnu í list sinni, eins og femínisma, eru í andspyrnu gagnvart síðnýlenduhyggju, reyni að valdefla jaðarsettahópa með list sinni, upplifir það að umsóknir þeirra, sama hversu vel unnar og ítarlegar þær séu, eigi litla möguleika til að fá úthlutunn, Þessi hópur upplifir að stjórnir listamannalauna sé stýrt af því félagslegakerfi sem í daglegutali er kallað Feðraveldi og útdeilir félaglegum forréttindum og gæðum til hvítra miðaldra karla. Listafólk sem hefur gagnrýnt núverandi kerfi eða gagnrýnt vinnubrögð fagfélaga, upplifir sig í erfiðir stöðu að því loknu. Að erfitt sé að koma sköpun sinni á framfæri ef gagnrýnin hafi verið beitt að ríkjandi ástandi og að launasjóðir hafni þeim enn frekar hafi viðkomandi listafólki gagnrýnt t d. forsendur við úthlutun listamannalauna. Á fólk að upplifa það að ákvörðun sem stjórnvald tekur sé mögulega tekin af einhverjum öðrum hvötum en hreinni fagmennsku- og mati? Úthlutunarnefndirnar eru ekki starfsmenn Rannís heldur valdir árlega í störfin og sama fólk er ekki í nefndinni tvö ár í röð. Þeir sem sitja í þessu nefndum þurfa að fara yfir tugi eða hundruð umsókna sem langflestar eru vel gerðar og frá þekktu listafólki. Allar nefndir hafa svo takmarkað fé til úthlutunar. Þá berast öllum þessum nefndum umsóknir frá listafólki sem erfitt eða ómögulegt er að sniðganga vegna stöðu þess innan íslenska listaheimsins. Loks var á þessu ári verkefni bætt við störf nefndanna: að hafna umsóknum með stuttri umsögn um umsóknina. Þá er líka hægt að velta því fyrir sér hvaða leiðbeiningar nefndarfólk fær frá starfsfólki Rannís. Hvernig er þeim leiðbeint með það hvernig á að meta umsóknir listafólks og hvernig á að meta gæði umsókna? Fá allar nefndirnar sömu leiðbeiningar? Er farið sé yfir hvert sé hlutverk þeirra og skyldur t.d. gagnvart stjórnsýslulögum eins og þegar kemur að mögulegu vanhæfni? Er hægt að vera í úthlutunarnefnd á Íslandi og ekki vera vanhæfur? Í jafn litlu samfélagi og Ísland er, þar sem listaheimurinn er nánast örheimur, hvernig er hægt er að tryggja að listamannalaunum sé ekki úthlutað eftir frændhyggli. Og að lokum: á nefndarfólk það skilið að sitja undir ásökunum um frændhyggli, ár eftir ár, þegar það er að vinna við jafn erfið og flókin skilyrði og það að sitja í úthlutunarnefnd er, skilið gagnrýni? Að lokum Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) eða önnur fag- og hagsamtök listafólk ætti að íhuga það að gera rannsókn á högum og upplifun listafólks af styrkjaumhverfinu. Ef það hefur ekki bolmagn til rannsókna þá má kaupa stakar spurningar hjá flestum fyrirtækjum sem stunda markaðsrannsóknir. Það yrði forvitnilega að sjá hvernig spurningin “treystirðu því að faglega sé staðið að úthlutun launa til listafólks?” Forkona rithöfundarsambandsins tjáði sig nýlega um skort á hlunnindum hvað varðar kjör höfunda er kemur að greiðslum frá Stortyell. Hún réttilega benti á að höfundar væru að fá greiðslur, langt undir því sem lámarkslaun verkafólks er, fyrir hugverk. Henni þótti ekki ástæða að koma fram í fjölmiðlum og spyrja spurninga um það að fertugur höfundur sem hefur sent frá sér 19 bækur á 17 árum, fer úr því að fá starflaun i 9 mánuði, niður i núll. Hagsmunasamtök listafólks eru ekki undanþegin gagnrýni. Listafólk sem fær ekki laun reglulega vill að fagsamtök séu sýnilegri og séu “rödd” félags- manna og kvenna. Þá svíður það nokkrum höfundum sem bæði fengu synjun og samþykki, Að rithöfundarsambandið hafi ekki fjallað um það opinberlega hvers vegna hópur karlmanna fæddur á milli 1980-1985, fara úr því að fá 9-12 mánuði, yfir í það að fá ekki krónu? Eiga hagsamtök listafólks ekki að spyrja stjórnvöld hvað valdi ákvörðunartöku sem þessari?Loks vil ég benda á að Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor, fjallar um listaelítur í bók sinni Elítur og valdakerfi á Íslandi (Gunnar Helgi Kristinsson, 2021, bls 146-161) og mæli ég með þessari bók. Gunnar Helgi notar til dæmis tölfræði í þessari grein til að skoða bakgrunn listafólksÍ næsta pistli ætla ég að fjalla um valdakerfi hagsmunasamtaka listafólks sem stýra hagsmunabaráttu listafólks og hversu slök sú barátta virðist vera, með augum þeirra sem fá ekki reglulega styrki. Minni líka á netfangið er thorhallur@rannsokn-radgjof.net Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun