Fótbolti

„Fengum við­varanir áður en mörkin komu“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Viktor Örlygur Andrason spilaði vel í varnarlínu Víkings. 
Viktor Örlygur Andrason spilaði vel í varnarlínu Víkings.  Vísir/Anton Brink

Viktor Örlygur Andrason, fyrirliði Víkings, var svekktur eftir að liðið beið ósigur gegn Djurgården í næstsíðustu umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

„Það er bara fúlt að tapa þessum leik. Við ætluðum að klára þetta í dag og tryggja okkur áfram í keppninni. Því miður tókst það ekki og nú þurfum við bara að fara til Austurríkis og ná í þau stig sem við þurfum á að halda,“ sagði Viktor Örlygur súr. 

„Þetta eru lítil móment þar sem við slökkvum á okkur í smástund í seinni hálfleik sem verða okkur að falli. Þeir vöruðu okkur við í tvö skipti áður en þeir svo skora og við hefðum átt að vakna við það og díla betur við hlutina í framhaldinu. 

Það þýðir hins vegar ekki að pæla í því lengur. Nú þurfum við bara að safna orku og fara að búa okkur undir leikinn í Austurríki. Það er ennþá bullandi trú og kraftur í þessu liði og við ætlum okkur áfram í þessari keppni,“ sagði fyrirliðinn upplitsdjarfur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×