Körfubolti

Bronny með per­sónu­legt stigamet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bronny James hefur fengið fá tækifæri með Los Angeles Lakers í vetur.
Bronny James hefur fengið fá tækifæri með Los Angeles Lakers í vetur. getty/Meg Oliphant

Sonur LeBrons James, Bronny, skoraði þrjátíu stig þegar South Bay Lakers tapaði fyrir Valley Suns, 106-100, í G-deildinni í körfubolta.

Þetta er það mesta sem Bronny hefur skorað á ferli sínum sem atvinnumaður. Bronny hefur spilað fjóra leiki með South Bay Lakers í G-deildinni. Í þeim hefur hann skorað 14,0 stig, tekið 3,5 fráköst og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali.

Los Angeles Lakers valdi hinn tvítuga Bronny með 55 valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Hjá Lakers hitti hann fyrir föður sinn, hinn 39 ára LeBron.

Bronny hefur spilað sjö leiki með Lakers í NBA og skorað samtals fjögur stig, tekið eitt frákast og gefið tvær stoðsendingar.

Bronny var frá keppni í nokkrar vikur vegna hælmeiðsla. Til að koma honum aftur af stað sendi Lakers hann niður í G-deildina þar sem hann virðist hafa fundið sína fjöl.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×