Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 15:58 Valtýr Thors er yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum. Vísir/Arnar Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30