Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 21:00 Rúllubaggabein sem finna má á mörgum sveitabæjum. Maðurinn býr í augsýn frá Hafdísi í grennd við Vopnafjörð. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira