Skoðun

Það þarf að kyngja klúðrinu

Líf Magneudóttir skrifar

Við höfum öll getað sett okkur í spor íbúa í Breiðholtinu sem hafa fengið risavaxna geymslu, gluggalausa og flata, sem eina útsýni sitt. Tillitsleysið í þeirra garð þegar ákveðið var að reisa fimm hæða gímald var algert og óskiljanlegt. 

Það er í sjálfu sér rannsóknarverkefni að enginn sem kom að ferlinu og hafði til þess vald hafi gert athugasemdir og breytt eða stöðvað þessa uppbyggingu. Velta þarf við hverjum steini í þessu máli.

Málið er þannig vaxið að aðgerða er þörf. Í raun kemur ekkert annað til greina en að finna byggingunni og starfseminni sem henni fylgir nýjan stað þar sem hún stendur ekki í vegi fyrir fólki og skerðir lífsgæði þess. 

Klúðrinu þarf að kyngja og menn þurfa að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. 

Það er verk að vinna og best er að borgaryfirvöld einhendi sér í það tafarlaust.

Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.




Skoðun

Skoðun

Hin­segin réttindi til fram­tíðar

Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar

Sjá meira


×