Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 18:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að mögulega sé stutt í mótefni við RS-veirunni. Vísir/Sigurjón Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58