Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2024 21:00 Þessi mynd er tekin yfir Randolph í New Jersey miðvikudaginn 4. desember. Flygildi sést bera við himininn ofarlega til vinstri. TMX/AP Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira