Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 08:00 Rayan Ait-Nouri var heitt í hamsi eftir leik. Vísir/Getty Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni. Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Fótbolti HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp Sport Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni.
Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Fótbolti HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp Sport Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Sjá meira