Innlent

Grunur um vopnaða á­rás á krá í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tveir voru handteknir vegna líkamsárásar.
Tveir voru handteknir vegna líkamsárásar. Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. 

Fjallað er um málið í dagbók lögreglunnar frá klukkan 17 til 5 í nótt.

Fram kemur í tilkynningu um dagbókina að þrír gisti í fangageymslu og að alls hafi verið bókuð 64 mál á tímabilinu. Í tilkynningu til fjölmiðla er aðeins fjallað um fá þeirra.

Þar kemur einnig fram að þó nokkrir ökumenn hafi víðs vegar um höfuðborgarsvæðið verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og einhverjir án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×