Innlent

Ævis­saga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnar­myndun og vöru­húsið við Álfa­bakka

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, vöruhúsið við Álfabakka og stjórnarmyndunarviðræður verða til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10.

Geir H. Haarde fyrrv. forsætisráðherra er fyrstur á dagskrá í Sprengisandi í dag. Þar verður ný ævisaga til umfjöllunar og þeir atburðir sem þar er lýst.

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræða orkumálin. Skortir orku eða þarf að forgangsraða betur?

Hildur Björnsdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar skiptast á skoðunum um græna vegginn við Álfabakka sem verið hefur í fréttum. Hver ber ábyrgð á því ferlíki sem þarna hefur risið og er hægt að sætta sig við orðin hlut?

Eiríkur Bergmann ræðir svo síðast stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×