Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 12:01 John O'Shea og Heimir Hallgrímsson vöktu lukku á barnaspítala í Dublin og færðu börnum gjafir. Skjáskot/Twitter Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin. Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira