Mótinu lýkur með úrslitaleik Noregs og Danmerkur klukkan 17 í dag, en áður mætast Frakkland og Ungverjaland í leik um bronsverðlaunin.
Ungverjar, einn af þremur gestgjöfum EM, eiga flesta fulltrúa í stjörnuliðinu eða þrjá. Danir eiga tvo, en Frakkar, Slóvenar, Svartfellingar og Norðmenn einn hver. Fulltrúi Noregs er miðjumaðurinn magnaði Henny Reistad.
🥁Drumroll, please… 𝗧𝗛𝗘 𝗔𝗟𝗟-𝗦𝗧𝗔𝗥 𝗧𝗘𝗔𝗠 𝗜𝗦 𝗛𝗘𝗥𝗘 🌟🤩
— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024
LW: Emma Friis 🇩🇰
LB: Tjaša Stanko 🇸🇮
CB: Henny Reistad 🇳🇴
RB: Katrin Klujber 🇭🇺
RW: Viktória Győri-Lukács 🇭🇺
LP: Tatjana Brnovic 🇲🇪
GK: Anna Opstrup Kristensen 🇩🇰
BD: Pauletta Foppa 🇫🇷
YP: Petra Simon 🇭🇺 pic.twitter.com/UZ2QkdAHD0
Flestir meðlimir stjörnliðsins eru úr liðunum fjórum sem komust í undanúrslit, en Svartfjallaland og Slóvenía féllu út í milliriðlakeppninni. Ísland var með á mótinu í fyrsta sinn í tólf ár og endaði í 16. sæti.
Stjörnulið EM
Vinstra horn: Emma Friis, Danmörku
Vinstri skytta: Tjaša Stanko, Slóveníu
Miðjumaður: Henny Reistad, Noregi
Hægri skytta: Katrin Klujber, Ungverjalandi
Hægra horn: Viktória Győri-Lukács, Ungverjalandi
Línumaður: Tatjana Brnovic, Svartfjallalandi
Markvörður: Anna Opstrup Kristensen, Danmörku
Varnarmaður: Pauletta Foppa, Frakklandi
Ungi leikmaður: Petra Simon, Ungverjalandi