Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 12:01 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni þann 21. október. vísir/vilhelm Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira