Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 12:01 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni þann 21. október. vísir/vilhelm Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Fleiri fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Sjá meira
Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Fleiri fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Sjá meira