Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason og Kristján Jónasson skrifa 15. desember 2024 13:32 Í nýliðnum þingkosningum reyndi í áttunda sinn á kosningalögin frá síðustu aldamótum. Að vísu var ýmsu breytt með nýjum kosningalögum frá 2021, en þó varð engin breyting gerð á ákvæðum um kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta, þeim ákvæðum sem eru viðfangsefni þessa pistils. Farið verður yfir það hvernig þessi ákvæði stóðu sig í þingkosningunum 30. nóvember 2024. Jafnframt verður nefnt hvað bæta megi – og þar er af ýmsu að taka. Jöfnuður milli flokka náðist Fullyrða má að fullur jöfnuður milli þingflokka hafi verið meginmarkmið allra breytinga á ákvæðum í stjórnarskrá og lögum um þingkosningar allt frá 1934. Þá voru tekin upp uppbótarsæti, sem nú heita jöfnunarsæti, til að stuðla að þessum jöfnuði. Samkvæmt stjórnarskrárákvæði frá 1983, sem enn er í gildi, er markmiðið að … úthluta [skuli jöfnunarsætum] til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þetta á þó aðeins við um þau stjórnmálasamtök, þ.e. flokka, sem hlotið hafa minnst 5% af gildum atkvæðum á landinu öllu. Fyrir aldamótin var átt við þá flokka sem höfðu fengið a.m.k. einn kjördæmiskjörinn þingmann. Markmiðið um jöfnuð milli flokka náðist í fyrsta sinn í þingkosningunum 1987 eftir lagabreytingar sem þá höfðu verið gerðar beinlínis í því skyni. Þessi jöfnuður hélst í öllum kosningum til 2009, en náðist ekki árin 2013, 2016, 2017 og 2021. Í þessum fernum kosningum hlaut einn flokkur – þó ekki alltaf sá sami – eitt þingsæti um of miðað við „heildaratkvæðatölu sína“ og þá vitaskuld á kostnað einhvers annars flokks. Ástæðan var sú að viðkomandi flokkur fékk einu fleiri kjördæmissæti en landsfylgi hans gaf tilefni til. Slíkt umframsæti tryggði einni ríkisstjórn meirihluta á þessu seinna tímabili. Í kosningunum nú bar svo við að fullur jöfnuður náðist á milli þingflokkanna, þ.e. þeirra sem komust yfir 5%-þröskuldinn. En heita má að þetta hafi verið tilviljun. Úthlutanir á grundvelli skoðanakannana fyrir kosningarnar gáfu til kynna að það væri allur gangur á því hvort jöfnuður næðist eða ekki. Tilraunir með tilbúin kosningaúrslit sýna það sama. Jöfnunarsætin röskuðu úthlutun meira en þurfti Mörgum virðist það hendingum háð hverjir hljóti jöfnunarsætin og þykir það vera í litlu samræmi við það hvaða listi á mest tilkall til næsta sætis í viðkomandi kjördæmi. Það er eðlileg krafa að útdeiling jöfnunarsætanna sé þannig að sem minnst sé hróflað við þeirri úthlutun sæta sem fengist ef þeim væri öllum úthlutað sem hreinum kjördæmissætum án tillits til jöfnunarkvaðar. Í kosningunum nú féllu atkvæði þannig að unnt hefði verið að deila nær öllum jöfnunarsætunum út í fullu samræmi við úrslitin innan hvers kjördæmis. Aðeins í einu tilfelli hefði þurft að víkja frá þessu þar sem ella hefði Miðflokkurinn fengið eitt sæti um of á kostnað Framsóknarflokksins. Núgildandi kerfi ræður ekki við þetta viðfangsefni. Í kosningunum nú lentu ekki eitt heldur sex af jöfnunarsætunum níu hjá frambjóðendum sem hefðu ekki fengið sæti ef þeim væri öllum úthlutað sem hreinum kjördæmissætum. Til eru aðferðir sem komast mun nær því markmiði að úthluta jöfnunarsætum til þeirra lista sem næstir eru inn en núverandi kosningakerfi gerir. Eitt slíkt kerfi er sætavíxlunaraðferðin sem útskýrð verður hér á eftir. Öfugt atkvæðavægi Aðferð gildandi laga hefur þann galla að flokkslisti getur tapað sæti bæti hann við sig atkvæðum eða öfugt: grætt sæti með minnkun fylgis. Um þetta eru til dæmi úr liðnum kosningum. Nú hefði þetta getað gerst í tveimur tilfellum. Þau eru bæði í Suðvesturkjördæmi. Annars vegar hefði listi Flokks fólksins (F) tapað sæti hefði hann bætt við sig 106 atkvæðum frá þeim kjósendum sem heima sátu. Á landsvísu hefði sætatala flokksins þó verið óbreytt. Flokkurinn hefði því þurft að skila þessu sæti annars staðar, sem hefði orðið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samtímis hefði þetta leitt til þess að sæti hefði færst í hina áttina á milli lista Samfylkingarinnar (S) í umræddum kjördæmum. Hitt dæmið snertir S-listann í Suðvesturkjördæmi. Hefðu 159 af kjósendum hans setið heima hefði listinn grætt eitt sæti. Það hefði komið frá F-listanum í þessu sama kjördæmi og metin síðan jafnast með hrókeringu annarra þriggja sæta á listum C, D og F í Reykjavíkurkjördæmunum báðum. Bent skal á að þetta öfuga atkvæðavægi á aðeins við um niðurröðun jöfnunarsæta, ekki heildarskiptingu sæta milli flokka á landsvísu. Flokkur fær aldrei fleiri sæti í heild út á minna fylgi eða öfugt. Kjósendur geta ráðskast með sæti annarra flokka Annar skavanki er á úthlutunarkerfi jöfnunarsæta. Hann er sá að lítil atkvæðabreyting hjá einum lista, svo lítil að hún hefur ekki áhrif á sætatatölu neins af listum flokksins og ekki heldur hjá listum innan kjördæmis hans, getur samt valdið tilfærslu á sætum hjá öðrum flokkum og í öðrum kjördæmum. Mörg dæmi um þetta má finna úr kosningunum nýliðnu. Aftur má benda á S-listann í Suðvesturkjördæmi í þessu sambandi. Hefði atkvæðum listans fækkað um 11 hefði það hvorki haft áhrif á skiptingu sæta innan kjördæmisins né heldur milli lista flokksins, Samfylkingarinnar. Á hinn bóginn hefðu sæti víxlast í báðum Reykjavíkurkjördæmunum milli Viðreisnar (C) og Sjálfstæðisflokksins (D), en í sitt hvora áttina. Þeir annmarkar sem nefndir eru að framan eru í mörgum kosningakerfum. Til dæmis er írska kerfið (sem nefnt verður síðar) nokkuð hallt undir öfugt atkvæðavægi. Annað frægt dæmi finnst í Þýskalandi. Þar bar svo við í kosningum til þýska Sambandsþingsins árið 2005 að endurtaka þurfti kosninguna í einu einmenningskjördæmanna, en sundurliðuð heildarúrslit höfðu áður verið birt. Reiknimeistarar eins flokksins fundu þá út að flokkurinn gæti grætt sæti ef hæfilega margir af fyrri kjósendum hans í téðu kjördæmi héldu sig heima í endurteknu kosningunni. Flokksvélin sá um að þetta gekk allt eftir. Ekki voru allir kjósendur sáttir við þetta og kærðu til Stjórnlagadómstóls Sambandsríkisins sem kvað upp þann úrskurð árið 2008 að þetta væri ótækt, að löggjafinn yrði að bæta úr þannig slíkt gæti ekki endurtekið sig. Um þetta má lesa á vefsíðunni https://thorkellhelgason.is/?p=1352. Ójöfnuður á milli kjördæma helst áfram Aldrei hefur verið fullur jöfnuður milli kjósenda á Íslandi. Mun færri kjósendur hafa verið að baki hverju þingsæti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í stjórnarskrá er ákvæði sem á að tryggja að þetta misvægi fari ekki úr böndunum, en þar segir: Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Samkvæmt þessum fyrirmælum hafa á þessari öld þrjú sæti verið færð frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturlands. Eftir nýafstaðnar kosningar mælist mesta misvægishlutfallið vera 1,82. Það er sem sagt undir hámarkinu tveimur. Því þarf ekki núna að færa til sæti vegna næstu kosninga. Nú bregður aftur á móti svo við að það er á Norðausturlandi þar sem vægi atkvæða er mest. Því kann næst að vera komið að því færa þurfi sæti frá því kjördæmi til Suðvesturlands, enda er Norðvesturkjördæmi ekki lengur aflögufært að óbreyttum lagaákvæðum. Ef fólksflutningar á suðvesturhornið halda áfram með sama hraða kemur fljótlega að því að ekki verður unnt að uppfylla kosningalögin með því að færa þingsæti. En það standa fleiri rök til þess að breyta þessu ákvæði. Einfaldast væri og rökréttast að afnema misvægið alfarið og kveða á um hlutfallsrétta skiptingu sæta milli kjördæma sem endurskoðuð yrði í kjölfar hverra kosninga. Meðal raka fyrir slíkri jöfnun eru þau að það felst mótsögn í því að krefjast fulls jafnaðar milli flokka en viðhalda misvægi milli kjördæma. Það misvægi er steinn í götu þess að ná megi flokkajöfnuðinum. Breytt kjördæmaskipan Ákvæðum um kjördæmaskipan og úthlutun sæta var breytt gagngert 1934, 1959, 1987 og 2000. Nú er liðinn nær aldarfjórðungur frá síðustu stórbreytingu og því kominn tími á þá næstu, enda hefur margt breyst og kröfur eru nú aðrar og meiri. Núverandi kjördæmi eru skilgreind í kosningalögum frá árinu 2000. Sjónarmiðið var að hafa því sem næst sömu tölu þingsæta í hverju kjördæmanna sex, en sætin voru þá tíu í hverju landsbyggðarkjördæmanna þriggja en ellefu í hverju hinna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. Síðan hefur þetta riðlast. Nú eru helmingi fleiri sæti í Suðvesturkjördæmi en í því í norðvestri. Ýmsir vilja halda í núverandi stór kjördæmi, jafnvel að gera landið að einu kjördæmi. Þá er bent á að í víðfeðmum kjördæmum séu tengsl þingmanna, hvað þá frambjóðenda, við kjósendur sína erfið. Við þessu má sjá með því að skipta kjördæmunum upp í „kjörsvæði“ að danskri og hollenskri fyrirmynd. Flokkur getur þá stillt lista með mismunandi hætti upp innan kjörsvæða sama kjördæmis og höfðað þannig sérstaklega til kjósenda hvers kjörsvæðis. Útfærslan getur verið með ýmsu móti. Aðrir vilja minni kjördæmi og þá með færri sætum hvert. Nefnt hefur verið að hafa alfarið þriggja sæta kjördæmi, a.m.k. á landsbyggðinni. Þá er vandinn sá hvernig tryggja á jöfnuð milli flokka og það jafnvel þótt kjördæmin hafi öll sama vægi. Úr því má leysa með landslistum eins og síðar segir. Jöfnunarsæti og útdeiling þeirra Jöfnunarsæti hafa ávallt verið skorin við nögl. Því hefur það verið undantekning að með þeim hafi náðst fullur jöfnuður á milli flokka, eins og fyrr segir. Sætunum þyrfti að fjölga verulega til þess að flokkajöfnuðurinn verði næsta tryggur. Stjórnarskráin óbreytt leyfir að hafa 27 af sætunum 63 jöfnunarsæti. Einfaldast væri að hafa öll sætin ígildi jöfnunarsæta. Það myndi um leið einfalda kosningalögin. En væru þá ekki öll sæti háð landsúrslitum og færu út og suður á kosninganóttu? Það er ekki svo þar sem unnt er að hanna kosningakerfi þannig að það reyni í sem minnstum mæli á jöfnunarákvæðin. Í þessu skyni er einmitt þjálla að sætin séu ekki dregin í tvo dilka: Sæti fastbundin kjördæmunum og hrein jöfnunarsæti. Þegar jöfnunarsætin eru bundin kjördæmum og þeim deilt út til einstakra kjördæmislista, eins og er hjá okkur, er aðeins til ein aðferð þar sem framangreind öfugmæli eru útilokuð. Þá aðferð má því nefna bestu aðferð. Hví er sú aðferð þá ekki almennt notuð? Ástæðan er væntanlega sú að henni verður ekki lýst á einföldu lagamáli. Stærðfræðilega er aðferðin þó einföld og mætti setja hana fram á þann hátt í einni stuttri málsgrein. Aðferðinni er beitt í sumum kantónukosningum í Sviss. Auk þessarar aðferðar eru til ýmsar aðferðir sem gera betur en núverandi kerfi, og nálgast úthlutun samkvæmt bestu aðferðinni. Höfundar þessa pistils hafa prófað ýmsar þeirra í leit að aðferð sem er stöðugri, byltir ekki skipan sæta í mörgum kjördæmum við smávægilegar atkvæðabreytingar í einu þeirra, og virðir líka fyrrgreinda kröfu um að jöfnunarsætin raðist niður í sem mestu samræmi við úrslitin innan hvers kjördæmis. Ein þeirra aðferða sem best hefur komið út má kalla sætavíxlunaraðferð. Í hnotskurn er hún þannig að fyrst er öllum þingsætum úthlutað í eins konar forúthlutun sem væru þau hrein kjördæmissæti. Þá kemur að jafnaði í ljós að einhverjir flokkar eru ofhaldnir, hafa fengið fleiri sæti en landsfylgi þeirra gefur tilefni til. Að sama skapi eru aðrir vanhaldnir. Eins og fyrr segir væri það einungis Miðflokkurinn (M) sem með þessum hætti hefði í kosningunum núna fengið sæti um of – og þó aðeins eitt. Og eins og fyrr segir ætti Framsóknarflokkurinn (B) að fá sætið. Í sætavíxlunaraðferðinni er jöfnuði náð með því augljósa ráði að færa umframsætin frá ofhöldnu flokkunum til þeirra vanhöldnu. Það er að vitaskuld gert í þeim kjördæmum þar sem þetta særir minnst, þ.e. þar sem minnstu munar á atkvæðastöðu síðasta manns á lista ofhaldins flokks og næsta manni hjá lista vanhaldins flokks. Samkvæmt útfærslu pistilshöfunda á sætavíxlunaraðferðinni væri sársaukaminnst að færa sæti frá M-listanum til B-listans í Norðausturkjördæmi. M-listinn fær í forúthlutuninni tvo menn kjörna út á 3.818 atkvæði, en B-listinn einn mann, enda með nokkru færri atkvæði eða 3.445. Að baki seinni manninum hjá M-listanum standa 3.818/2 = 1.909 atkvæði í forúthlutuninni og að sama skapi 3.445/2 = 1.723 að baki hugsanlegs annars manns B-listans. Forskot M-listans nemur því um 11% og reynist hvergi minna í öðrum kjördæmum. Með nokkrum sanni má því segja að fullur jöfnuður næðist á milli allra flokka með því að víkja frá vilja 3.818 – 3.445 = 373 kjósenda af þeim 212 þúsundum sem skiluðu gildum atkvæðum! Þá má geta þess að minnsta breyting á atkvæðum lista sem veldur breytingu á sætatölum er hjá Sjálfstæðisflokknum (D) í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hefðu tveir af kjósendum hans skrópað hefði listinn misst þriðja sæti sitt til flokkslistans í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þetta hefði gerst undir gildandi ákvæðum. Með sætavíxlunaraðferðinni fengi D-listinn að atkvæðum óbreyttum tvo menn í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Aftur á móti hefði flokkurinn fengið tvo kjörna á Norðurlandi vestra og hefðu þeir báðir verið traustir í sessi. Það væri ekki fyrr en við missi 227 atkvæða að annar þeirra hefði glatað sæti sínu. Minni röskun á úthlutun ef öll sætin jöfnunarsæti Framangreindir reikningar byggja á því að jöfnunarsætin séu níu talsins eins og nú er, en bæta má kosningakerfið með því að fjölga þeim, jafnvel að hafa öll 63 sætin af þeim toga. Ef sú hefði verið raunin í nýliðnum kosningum hefði frávikum frá hreinni kjördæmisúthlutun fækkað um eitt. Í stað þess að sex jöfnunarsætanna lentu hjá „röngum“ listum hefðu þau orðið fimm. Í úthlutun með sætavíxlun hefði frávikið á hinn bóginn verið í lágmarki, aðeins orðið eitt hvort sem jöfnunarsætin eru níu eða 63. Hermun kosninga Ekki má meta gæði kosningakerfa út frá útkomu úr einstökum kosningum. Til þess þarf að nota mun meira safn kosningaúrslita. Með svokölluðum Kosningahermi, sem höfundar þessa pistils ásamt fleirum hafa smíðað, er unnt að meta gæði aðferða á ýmsum mælikvörðum. Með þessum hugbúnaði mælist sætavíxlunarðferðin vera næst fyrrnefndri bestu aðferð meðal þeirra aðferða sem prófaðar hafa verið; og það á flestum gæðamælikvörðum sem hugbúnaðurinn bíður upp á. Aðferðin er tvímælalaust talsvert betri en núgildandi aðferð. Úthlutun þingsæta á grundvelli úrslita kosninganna 30. nóvember sl. með sætavíxlunaraðferðinni er nákvæmlega eins og sú úthlutun sem fæst með bestu aðferðinni. Hermanir sýna að sætavíxlunin nær oft að hitta þannig í mark. Annar okkar var ráðgjafi Alþingis í þessum málum haustið 1982 og stakk þá upp á sætavíxlunaraðferðinni. Hún varð að aðaltillögu formanna „fjórflokksins“ sáluga í nóvemberlok það ár en fauk út af borðinu þegar til kasta þingsins kom. Aðferð af gerð sætavíxlunar var tekin í lög í Svíþjóð árið 2014. Hún var líka lögð til grundvallar við nýlegri endurskoðun laga um kosningar til þýska Sambandsþingsins. Landslistar Í stað þess að njörva jöfnunarsætin við kjördæmi er önnur hugmynd sú að vista sætin á sérstökum landslistum. Þetta er á vissan hátt millivegur milli þess að halda í kjördæmin og þess að gera landið að einu kjördæmi. Þetta gæti einkum hentað ef kjördæmin sjálf yrðu smá, svo sem þriggja sæta. Jöfnunarsætin ættu þá öll að koma af landslistum flokkanna. Kjördæmin hefðu þá sín sæti á hreinu. Meðal kosta slíks fyrirkomulags er að jöfnunarsætin flökkuðu ekki á milli kjördæmislista við minnstu breytingar á atkvæðatölum. Flokkunum væri boðið stilla upp landslistum ásamt kjördæmislistum. Þá er að vísu þeim vanda varpað yfir á flokkana að velja og raða frambjóðendum á landslistana. Þetta má þó auðvelda með því að leyfa frambjóðendum að vera í boði á einum kjördæmislista svo og á landslista sama flokks. Nái frambjóðandi kjöri í kjördæmi félli hann út af landslistanum. Jafnvel mætti fyrirskipa að þeir sem boðnir eru fram í kjördæmum sitji sjálfkrafa á samsvarandi landslistum. Samt situr eftir það viðfangsefni að raða frambjóðendunum – nema þá að kjósendum sé falið að gera það með virku persónukjöri. Fyrirmyndir af blandi kjördæma og landslista, jafnvel með sérstöku landskjöri, eru fjölmargar. Nefna má í því sambandi Þýskaland og Austurríki svo og flest ríkin í Austur-Evrópu. Dauð atkvæði Í nýliðnum þingkosningum voru rúm 10% gildra atkvæða greidd flokkum sem fengu engan mann kjörinn. Þetta var enn meira í kosningunum 2013 þegar nær 12% kjósenda lentu í þessum hremmingum. Sama gerist víða í kringum okkur þar sem eru viðhafðar hlutfallskosningar ásamt með þröskuldi. Ekki er að spyrja að því hvað verður þar sem einvörðungu eru einmenningskjördæmi, eins og Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar er einatt helmingur af atkvæðum kjósenda áhrifalaus; jafnvel meira. Mörgum þykir það bagalegt að atkvæði falli „dauð niður“. Hvað er þá til ráða? Lækkun þröskulds: Samkvæmt gildandi ákvæðum eiga þeir og aðeins þeir flokkar sem náð hafa 5% fylgi á landinu öllu rétt á þátttöku í uppskiptingu jöfnunarsæta. Þar með er ekki tryggt að þeir fái allir sinn rétta skerf jöfnunarsæta. Komist til dæmis fjórir flokkar yfir mörkin, en nái enginn þeirra kjördæmissætum, ættu þeir með réttu að fá a.m.k. þrjú jöfnunarsæti hver. Það gerir tólf sæti alls þannig að þessir flokkar yrðu hlunnfarnir um minnst þrjú sæti og jafnframt væru engin sæti eftir til jöfnunar hjá hinum flokkunum. Sé þröskuldurinn lækkaður kynni þeim flokkum að fjölga sem skríða yfir hann. Því er augljóst að samhliða lækkun á þröskuldinum þyrfti af þeim sökum einum að fjölga jöfnunarsætunum. Færanlegt atkvæði: Í stað þess að lækka þröskuldinn mætti gefa atkvæðum flokka undir þröskuldinum líf með því að bjóða upp á aðal- og varaval. Kjörseðill gæti þá að mestu verið óbreyttur: Krossað skuli við flokk eins og venjulega og er það þá aðalval kjósandans. Að auki væri lína á seðlinum þar sem kjósandi gæti merkt við annan flokk að varavali. Komist sá flokkur sem kjósandinn gerði að aðalvali sínu ekki yfir þröskuldinn færist atkvæðið til þess sem hann valdi til vara. Þetta kallar auðvitað á nánari útfærslu svo sem í hvaða röð á að gaumgæfa flokkana – væntanlega að byrja að á því að skoða þann atkvæðafæsta. Einnig hvort eða hvernig færa skuli atkvæði greidd listum sem fengju kjördæmakjörinn mann en ná samt ekki að komast yfir þröskuldinn. Er þetta einhvers staðar notað? Jú. Nefna má að írska kerfið er af þessum toga. Þar hefur fyrirkomulag færanlegs atkvæðis tíðkast í heila öld. Þar er ekki aðeins boðið upp á eitt varaval heldur runu af varavali – eins og var í kosningunni 2010 til Stjórnlagaþings. Í sambandi við þröskuldinn ætti samt eitt varaval að duga í flestum tilfellum. Kosningabandalög: Þriðja leiðin sem benda má á er að heimila kosningabandalög. Kjósendur kysu áfram flokka, en sætum væri á hinn bóginn skipt eins og hvert slíkra bandalaga væri einn flokkur. Síðan væri sætunum dreift innbyrðis á milli flokka hvers bandalags eða beint út til lista þeirra. Smáflokkar gætu þannig spyrt sig saman til að komast sameiginlega yfir þröskuldinn. Kosningabandalög eru víða leyfð og þá ekki aðeins til að auðvelda smáflokkum lífið heldur ekki síður til að stuðla að myndun sterkra fylkinga og hvetja til þess að flokkar, sem hyggjast starfa saman í ríkistjórn, myndi bandalag áður en gengið er til kosninga. Það gerir kjósendum kleift að hafa bein áhrif á stjórnarmyndun. Sé sætum skipt með reglu D‘Hondts, sem notuð er hér á landi, er aldrei tekin áhætta með myndun bandalaga. Kosningabandalag fær þá a.m.k. jafnmörg sæti og aðildarflokkarnir fengju samtals byðu þeir fram hver um sig. Til að ýta enn fremur undir sterk samtök er til í dæminu að því bandalagi, nú eða flokki, sem fær mest fylgi sé veittur bónus, þ.e. fái sæti til viðbótar við hlutfallsrétta skiptingu sæta. Þessu er beitt í Grikklandi og hefur verið notað á Ítalíu. Persónukjör Ákvæði í kosningalögum um persónukjör, þ.e. um áhrif kjósenda á röðun frambjóðenda, eru og hafa ætíð verið veikburða á Íslandi. Frá því kosningalögunum var gjörbylt 1934 hefur það aðeins einu sinni gerst að útstrikanir og aðrar breytingar kjósenda hafi komið í veg fyrir að frambjóðandi hafi náð kjöri. Það var árið 1946, en þá voru ákvæðin markvissari en nú. Skoðanakannanir svo og þjóðaratkvæðagreiðslan árið 2012 hafa leitt í ljós að mikill meirihluti kjósenda vill fá að ráða meiru um val á þingmönnum. Núverandi ákvæði eru ekki aðeins gangslítil heldur líka um margt villandi. Til er mýgrútur aðferða til að skilgreina og gera upp persónukjör, til dæmis eitt sem er afar einfalt, svokallað samþykktarkjör. Nú þarf strax að taka til hendinni Hér að framan hefur verið bent á ýmsar leiðir og aðferðir við smíði kosningakerfa. Áður en gripið er til þeirra tóla og tækja verður þó skilgreina markmiðin. Á að tryggja fullan jöfnuð milli flokka? Á að jafna vægi atkvæða eftir búsetu? Hvort er mikilvægara að hafa kjördæmi smá eða stór og hvaða leiðir má þá fara í því sambandi, svo sem uppskipting í kjörsvæði eða á hinn bóginn landslistar? Sé landslistum hafnað, er þá stuðningur við að hemja flökt kjördæmabundinna jöfnunarsæta með nýjum aðferðum (sætavíxlunni)? Er þröskuldurinn vandamál og ef svo hvaða leiður má þá fara? Er vilji til að auka vægi persónukjörs? Að markmiðum skilgreindum er framhaldið mikið til tæknilegt. Sumar breytingar á ákvæðum um fyrirkomulag þingkosninga krefjast breytinga á stjórnarskrá, en fyrir aðrar duga lagabreytingar. Sú hefur verið venjan að fyrst undir lok kjörtímabils, eða þegar stefnir í kosningar, er farið að huga að hugsanlegum breytingum á ákvæðum um fyrirkomulag þingkosninga. Þetta er einkum vegna þess að eftir að breytingar á stjórnarskrá hafa verið samþykktar verður strax að rjúfa þing. Æskilegar umbætur hafa því einatt dagað uppi. Svo var raunin einnig nú. Formenn flokka á síðasta þingi voru byrjaðir að ræða saman um breytingar, en þingrof batt enda á þær viðræður. Því er nú ljóst að það munu líða allt að átta ár þar til breytingar á kosningaákvæðum stjórnarskrár gætu komið til framkvæmda. Betur má ef duga skal. Forystumenn ættu þegar að taka aftur upp þráðinn og undirbúa næstu skref en láta það ekki dankast þar til allt lendir í tímaþröng. Margt má gera án þess að breyta þurfi stjórnarskránni og lagabreytingar gætu tekið gildi fyrir þær þingkosningar sem næstar verða. Ekki er eftir neinu að bíða. Höfundar eru fyrrverandi og núverandi prófessorar í stærðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Halldór 15.12.2024 Halldór Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason Skoðun Að níðast á konunni er gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin Ástþór Ólafsson Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýliðnum þingkosningum reyndi í áttunda sinn á kosningalögin frá síðustu aldamótum. Að vísu var ýmsu breytt með nýjum kosningalögum frá 2021, en þó varð engin breyting gerð á ákvæðum um kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta, þeim ákvæðum sem eru viðfangsefni þessa pistils. Farið verður yfir það hvernig þessi ákvæði stóðu sig í þingkosningunum 30. nóvember 2024. Jafnframt verður nefnt hvað bæta megi – og þar er af ýmsu að taka. Jöfnuður milli flokka náðist Fullyrða má að fullur jöfnuður milli þingflokka hafi verið meginmarkmið allra breytinga á ákvæðum í stjórnarskrá og lögum um þingkosningar allt frá 1934. Þá voru tekin upp uppbótarsæti, sem nú heita jöfnunarsæti, til að stuðla að þessum jöfnuði. Samkvæmt stjórnarskrárákvæði frá 1983, sem enn er í gildi, er markmiðið að … úthluta [skuli jöfnunarsætum] til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þetta á þó aðeins við um þau stjórnmálasamtök, þ.e. flokka, sem hlotið hafa minnst 5% af gildum atkvæðum á landinu öllu. Fyrir aldamótin var átt við þá flokka sem höfðu fengið a.m.k. einn kjördæmiskjörinn þingmann. Markmiðið um jöfnuð milli flokka náðist í fyrsta sinn í þingkosningunum 1987 eftir lagabreytingar sem þá höfðu verið gerðar beinlínis í því skyni. Þessi jöfnuður hélst í öllum kosningum til 2009, en náðist ekki árin 2013, 2016, 2017 og 2021. Í þessum fernum kosningum hlaut einn flokkur – þó ekki alltaf sá sami – eitt þingsæti um of miðað við „heildaratkvæðatölu sína“ og þá vitaskuld á kostnað einhvers annars flokks. Ástæðan var sú að viðkomandi flokkur fékk einu fleiri kjördæmissæti en landsfylgi hans gaf tilefni til. Slíkt umframsæti tryggði einni ríkisstjórn meirihluta á þessu seinna tímabili. Í kosningunum nú bar svo við að fullur jöfnuður náðist á milli þingflokkanna, þ.e. þeirra sem komust yfir 5%-þröskuldinn. En heita má að þetta hafi verið tilviljun. Úthlutanir á grundvelli skoðanakannana fyrir kosningarnar gáfu til kynna að það væri allur gangur á því hvort jöfnuður næðist eða ekki. Tilraunir með tilbúin kosningaúrslit sýna það sama. Jöfnunarsætin röskuðu úthlutun meira en þurfti Mörgum virðist það hendingum háð hverjir hljóti jöfnunarsætin og þykir það vera í litlu samræmi við það hvaða listi á mest tilkall til næsta sætis í viðkomandi kjördæmi. Það er eðlileg krafa að útdeiling jöfnunarsætanna sé þannig að sem minnst sé hróflað við þeirri úthlutun sæta sem fengist ef þeim væri öllum úthlutað sem hreinum kjördæmissætum án tillits til jöfnunarkvaðar. Í kosningunum nú féllu atkvæði þannig að unnt hefði verið að deila nær öllum jöfnunarsætunum út í fullu samræmi við úrslitin innan hvers kjördæmis. Aðeins í einu tilfelli hefði þurft að víkja frá þessu þar sem ella hefði Miðflokkurinn fengið eitt sæti um of á kostnað Framsóknarflokksins. Núgildandi kerfi ræður ekki við þetta viðfangsefni. Í kosningunum nú lentu ekki eitt heldur sex af jöfnunarsætunum níu hjá frambjóðendum sem hefðu ekki fengið sæti ef þeim væri öllum úthlutað sem hreinum kjördæmissætum. Til eru aðferðir sem komast mun nær því markmiði að úthluta jöfnunarsætum til þeirra lista sem næstir eru inn en núverandi kosningakerfi gerir. Eitt slíkt kerfi er sætavíxlunaraðferðin sem útskýrð verður hér á eftir. Öfugt atkvæðavægi Aðferð gildandi laga hefur þann galla að flokkslisti getur tapað sæti bæti hann við sig atkvæðum eða öfugt: grætt sæti með minnkun fylgis. Um þetta eru til dæmi úr liðnum kosningum. Nú hefði þetta getað gerst í tveimur tilfellum. Þau eru bæði í Suðvesturkjördæmi. Annars vegar hefði listi Flokks fólksins (F) tapað sæti hefði hann bætt við sig 106 atkvæðum frá þeim kjósendum sem heima sátu. Á landsvísu hefði sætatala flokksins þó verið óbreytt. Flokkurinn hefði því þurft að skila þessu sæti annars staðar, sem hefði orðið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samtímis hefði þetta leitt til þess að sæti hefði færst í hina áttina á milli lista Samfylkingarinnar (S) í umræddum kjördæmum. Hitt dæmið snertir S-listann í Suðvesturkjördæmi. Hefðu 159 af kjósendum hans setið heima hefði listinn grætt eitt sæti. Það hefði komið frá F-listanum í þessu sama kjördæmi og metin síðan jafnast með hrókeringu annarra þriggja sæta á listum C, D og F í Reykjavíkurkjördæmunum báðum. Bent skal á að þetta öfuga atkvæðavægi á aðeins við um niðurröðun jöfnunarsæta, ekki heildarskiptingu sæta milli flokka á landsvísu. Flokkur fær aldrei fleiri sæti í heild út á minna fylgi eða öfugt. Kjósendur geta ráðskast með sæti annarra flokka Annar skavanki er á úthlutunarkerfi jöfnunarsæta. Hann er sá að lítil atkvæðabreyting hjá einum lista, svo lítil að hún hefur ekki áhrif á sætatatölu neins af listum flokksins og ekki heldur hjá listum innan kjördæmis hans, getur samt valdið tilfærslu á sætum hjá öðrum flokkum og í öðrum kjördæmum. Mörg dæmi um þetta má finna úr kosningunum nýliðnu. Aftur má benda á S-listann í Suðvesturkjördæmi í þessu sambandi. Hefði atkvæðum listans fækkað um 11 hefði það hvorki haft áhrif á skiptingu sæta innan kjördæmisins né heldur milli lista flokksins, Samfylkingarinnar. Á hinn bóginn hefðu sæti víxlast í báðum Reykjavíkurkjördæmunum milli Viðreisnar (C) og Sjálfstæðisflokksins (D), en í sitt hvora áttina. Þeir annmarkar sem nefndir eru að framan eru í mörgum kosningakerfum. Til dæmis er írska kerfið (sem nefnt verður síðar) nokkuð hallt undir öfugt atkvæðavægi. Annað frægt dæmi finnst í Þýskalandi. Þar bar svo við í kosningum til þýska Sambandsþingsins árið 2005 að endurtaka þurfti kosninguna í einu einmenningskjördæmanna, en sundurliðuð heildarúrslit höfðu áður verið birt. Reiknimeistarar eins flokksins fundu þá út að flokkurinn gæti grætt sæti ef hæfilega margir af fyrri kjósendum hans í téðu kjördæmi héldu sig heima í endurteknu kosningunni. Flokksvélin sá um að þetta gekk allt eftir. Ekki voru allir kjósendur sáttir við þetta og kærðu til Stjórnlagadómstóls Sambandsríkisins sem kvað upp þann úrskurð árið 2008 að þetta væri ótækt, að löggjafinn yrði að bæta úr þannig slíkt gæti ekki endurtekið sig. Um þetta má lesa á vefsíðunni https://thorkellhelgason.is/?p=1352. Ójöfnuður á milli kjördæma helst áfram Aldrei hefur verið fullur jöfnuður milli kjósenda á Íslandi. Mun færri kjósendur hafa verið að baki hverju þingsæti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í stjórnarskrá er ákvæði sem á að tryggja að þetta misvægi fari ekki úr böndunum, en þar segir: Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Samkvæmt þessum fyrirmælum hafa á þessari öld þrjú sæti verið færð frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturlands. Eftir nýafstaðnar kosningar mælist mesta misvægishlutfallið vera 1,82. Það er sem sagt undir hámarkinu tveimur. Því þarf ekki núna að færa til sæti vegna næstu kosninga. Nú bregður aftur á móti svo við að það er á Norðausturlandi þar sem vægi atkvæða er mest. Því kann næst að vera komið að því færa þurfi sæti frá því kjördæmi til Suðvesturlands, enda er Norðvesturkjördæmi ekki lengur aflögufært að óbreyttum lagaákvæðum. Ef fólksflutningar á suðvesturhornið halda áfram með sama hraða kemur fljótlega að því að ekki verður unnt að uppfylla kosningalögin með því að færa þingsæti. En það standa fleiri rök til þess að breyta þessu ákvæði. Einfaldast væri og rökréttast að afnema misvægið alfarið og kveða á um hlutfallsrétta skiptingu sæta milli kjördæma sem endurskoðuð yrði í kjölfar hverra kosninga. Meðal raka fyrir slíkri jöfnun eru þau að það felst mótsögn í því að krefjast fulls jafnaðar milli flokka en viðhalda misvægi milli kjördæma. Það misvægi er steinn í götu þess að ná megi flokkajöfnuðinum. Breytt kjördæmaskipan Ákvæðum um kjördæmaskipan og úthlutun sæta var breytt gagngert 1934, 1959, 1987 og 2000. Nú er liðinn nær aldarfjórðungur frá síðustu stórbreytingu og því kominn tími á þá næstu, enda hefur margt breyst og kröfur eru nú aðrar og meiri. Núverandi kjördæmi eru skilgreind í kosningalögum frá árinu 2000. Sjónarmiðið var að hafa því sem næst sömu tölu þingsæta í hverju kjördæmanna sex, en sætin voru þá tíu í hverju landsbyggðarkjördæmanna þriggja en ellefu í hverju hinna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. Síðan hefur þetta riðlast. Nú eru helmingi fleiri sæti í Suðvesturkjördæmi en í því í norðvestri. Ýmsir vilja halda í núverandi stór kjördæmi, jafnvel að gera landið að einu kjördæmi. Þá er bent á að í víðfeðmum kjördæmum séu tengsl þingmanna, hvað þá frambjóðenda, við kjósendur sína erfið. Við þessu má sjá með því að skipta kjördæmunum upp í „kjörsvæði“ að danskri og hollenskri fyrirmynd. Flokkur getur þá stillt lista með mismunandi hætti upp innan kjörsvæða sama kjördæmis og höfðað þannig sérstaklega til kjósenda hvers kjörsvæðis. Útfærslan getur verið með ýmsu móti. Aðrir vilja minni kjördæmi og þá með færri sætum hvert. Nefnt hefur verið að hafa alfarið þriggja sæta kjördæmi, a.m.k. á landsbyggðinni. Þá er vandinn sá hvernig tryggja á jöfnuð milli flokka og það jafnvel þótt kjördæmin hafi öll sama vægi. Úr því má leysa með landslistum eins og síðar segir. Jöfnunarsæti og útdeiling þeirra Jöfnunarsæti hafa ávallt verið skorin við nögl. Því hefur það verið undantekning að með þeim hafi náðst fullur jöfnuður á milli flokka, eins og fyrr segir. Sætunum þyrfti að fjölga verulega til þess að flokkajöfnuðurinn verði næsta tryggur. Stjórnarskráin óbreytt leyfir að hafa 27 af sætunum 63 jöfnunarsæti. Einfaldast væri að hafa öll sætin ígildi jöfnunarsæta. Það myndi um leið einfalda kosningalögin. En væru þá ekki öll sæti háð landsúrslitum og færu út og suður á kosninganóttu? Það er ekki svo þar sem unnt er að hanna kosningakerfi þannig að það reyni í sem minnstum mæli á jöfnunarákvæðin. Í þessu skyni er einmitt þjálla að sætin séu ekki dregin í tvo dilka: Sæti fastbundin kjördæmunum og hrein jöfnunarsæti. Þegar jöfnunarsætin eru bundin kjördæmum og þeim deilt út til einstakra kjördæmislista, eins og er hjá okkur, er aðeins til ein aðferð þar sem framangreind öfugmæli eru útilokuð. Þá aðferð má því nefna bestu aðferð. Hví er sú aðferð þá ekki almennt notuð? Ástæðan er væntanlega sú að henni verður ekki lýst á einföldu lagamáli. Stærðfræðilega er aðferðin þó einföld og mætti setja hana fram á þann hátt í einni stuttri málsgrein. Aðferðinni er beitt í sumum kantónukosningum í Sviss. Auk þessarar aðferðar eru til ýmsar aðferðir sem gera betur en núverandi kerfi, og nálgast úthlutun samkvæmt bestu aðferðinni. Höfundar þessa pistils hafa prófað ýmsar þeirra í leit að aðferð sem er stöðugri, byltir ekki skipan sæta í mörgum kjördæmum við smávægilegar atkvæðabreytingar í einu þeirra, og virðir líka fyrrgreinda kröfu um að jöfnunarsætin raðist niður í sem mestu samræmi við úrslitin innan hvers kjördæmis. Ein þeirra aðferða sem best hefur komið út má kalla sætavíxlunaraðferð. Í hnotskurn er hún þannig að fyrst er öllum þingsætum úthlutað í eins konar forúthlutun sem væru þau hrein kjördæmissæti. Þá kemur að jafnaði í ljós að einhverjir flokkar eru ofhaldnir, hafa fengið fleiri sæti en landsfylgi þeirra gefur tilefni til. Að sama skapi eru aðrir vanhaldnir. Eins og fyrr segir væri það einungis Miðflokkurinn (M) sem með þessum hætti hefði í kosningunum núna fengið sæti um of – og þó aðeins eitt. Og eins og fyrr segir ætti Framsóknarflokkurinn (B) að fá sætið. Í sætavíxlunaraðferðinni er jöfnuði náð með því augljósa ráði að færa umframsætin frá ofhöldnu flokkunum til þeirra vanhöldnu. Það er að vitaskuld gert í þeim kjördæmum þar sem þetta særir minnst, þ.e. þar sem minnstu munar á atkvæðastöðu síðasta manns á lista ofhaldins flokks og næsta manni hjá lista vanhaldins flokks. Samkvæmt útfærslu pistilshöfunda á sætavíxlunaraðferðinni væri sársaukaminnst að færa sæti frá M-listanum til B-listans í Norðausturkjördæmi. M-listinn fær í forúthlutuninni tvo menn kjörna út á 3.818 atkvæði, en B-listinn einn mann, enda með nokkru færri atkvæði eða 3.445. Að baki seinni manninum hjá M-listanum standa 3.818/2 = 1.909 atkvæði í forúthlutuninni og að sama skapi 3.445/2 = 1.723 að baki hugsanlegs annars manns B-listans. Forskot M-listans nemur því um 11% og reynist hvergi minna í öðrum kjördæmum. Með nokkrum sanni má því segja að fullur jöfnuður næðist á milli allra flokka með því að víkja frá vilja 3.818 – 3.445 = 373 kjósenda af þeim 212 þúsundum sem skiluðu gildum atkvæðum! Þá má geta þess að minnsta breyting á atkvæðum lista sem veldur breytingu á sætatölum er hjá Sjálfstæðisflokknum (D) í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hefðu tveir af kjósendum hans skrópað hefði listinn misst þriðja sæti sitt til flokkslistans í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þetta hefði gerst undir gildandi ákvæðum. Með sætavíxlunaraðferðinni fengi D-listinn að atkvæðum óbreyttum tvo menn í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Aftur á móti hefði flokkurinn fengið tvo kjörna á Norðurlandi vestra og hefðu þeir báðir verið traustir í sessi. Það væri ekki fyrr en við missi 227 atkvæða að annar þeirra hefði glatað sæti sínu. Minni röskun á úthlutun ef öll sætin jöfnunarsæti Framangreindir reikningar byggja á því að jöfnunarsætin séu níu talsins eins og nú er, en bæta má kosningakerfið með því að fjölga þeim, jafnvel að hafa öll 63 sætin af þeim toga. Ef sú hefði verið raunin í nýliðnum kosningum hefði frávikum frá hreinni kjördæmisúthlutun fækkað um eitt. Í stað þess að sex jöfnunarsætanna lentu hjá „röngum“ listum hefðu þau orðið fimm. Í úthlutun með sætavíxlun hefði frávikið á hinn bóginn verið í lágmarki, aðeins orðið eitt hvort sem jöfnunarsætin eru níu eða 63. Hermun kosninga Ekki má meta gæði kosningakerfa út frá útkomu úr einstökum kosningum. Til þess þarf að nota mun meira safn kosningaúrslita. Með svokölluðum Kosningahermi, sem höfundar þessa pistils ásamt fleirum hafa smíðað, er unnt að meta gæði aðferða á ýmsum mælikvörðum. Með þessum hugbúnaði mælist sætavíxlunarðferðin vera næst fyrrnefndri bestu aðferð meðal þeirra aðferða sem prófaðar hafa verið; og það á flestum gæðamælikvörðum sem hugbúnaðurinn bíður upp á. Aðferðin er tvímælalaust talsvert betri en núgildandi aðferð. Úthlutun þingsæta á grundvelli úrslita kosninganna 30. nóvember sl. með sætavíxlunaraðferðinni er nákvæmlega eins og sú úthlutun sem fæst með bestu aðferðinni. Hermanir sýna að sætavíxlunin nær oft að hitta þannig í mark. Annar okkar var ráðgjafi Alþingis í þessum málum haustið 1982 og stakk þá upp á sætavíxlunaraðferðinni. Hún varð að aðaltillögu formanna „fjórflokksins“ sáluga í nóvemberlok það ár en fauk út af borðinu þegar til kasta þingsins kom. Aðferð af gerð sætavíxlunar var tekin í lög í Svíþjóð árið 2014. Hún var líka lögð til grundvallar við nýlegri endurskoðun laga um kosningar til þýska Sambandsþingsins. Landslistar Í stað þess að njörva jöfnunarsætin við kjördæmi er önnur hugmynd sú að vista sætin á sérstökum landslistum. Þetta er á vissan hátt millivegur milli þess að halda í kjördæmin og þess að gera landið að einu kjördæmi. Þetta gæti einkum hentað ef kjördæmin sjálf yrðu smá, svo sem þriggja sæta. Jöfnunarsætin ættu þá öll að koma af landslistum flokkanna. Kjördæmin hefðu þá sín sæti á hreinu. Meðal kosta slíks fyrirkomulags er að jöfnunarsætin flökkuðu ekki á milli kjördæmislista við minnstu breytingar á atkvæðatölum. Flokkunum væri boðið stilla upp landslistum ásamt kjördæmislistum. Þá er að vísu þeim vanda varpað yfir á flokkana að velja og raða frambjóðendum á landslistana. Þetta má þó auðvelda með því að leyfa frambjóðendum að vera í boði á einum kjördæmislista svo og á landslista sama flokks. Nái frambjóðandi kjöri í kjördæmi félli hann út af landslistanum. Jafnvel mætti fyrirskipa að þeir sem boðnir eru fram í kjördæmum sitji sjálfkrafa á samsvarandi landslistum. Samt situr eftir það viðfangsefni að raða frambjóðendunum – nema þá að kjósendum sé falið að gera það með virku persónukjöri. Fyrirmyndir af blandi kjördæma og landslista, jafnvel með sérstöku landskjöri, eru fjölmargar. Nefna má í því sambandi Þýskaland og Austurríki svo og flest ríkin í Austur-Evrópu. Dauð atkvæði Í nýliðnum þingkosningum voru rúm 10% gildra atkvæða greidd flokkum sem fengu engan mann kjörinn. Þetta var enn meira í kosningunum 2013 þegar nær 12% kjósenda lentu í þessum hremmingum. Sama gerist víða í kringum okkur þar sem eru viðhafðar hlutfallskosningar ásamt með þröskuldi. Ekki er að spyrja að því hvað verður þar sem einvörðungu eru einmenningskjördæmi, eins og Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar er einatt helmingur af atkvæðum kjósenda áhrifalaus; jafnvel meira. Mörgum þykir það bagalegt að atkvæði falli „dauð niður“. Hvað er þá til ráða? Lækkun þröskulds: Samkvæmt gildandi ákvæðum eiga þeir og aðeins þeir flokkar sem náð hafa 5% fylgi á landinu öllu rétt á þátttöku í uppskiptingu jöfnunarsæta. Þar með er ekki tryggt að þeir fái allir sinn rétta skerf jöfnunarsæta. Komist til dæmis fjórir flokkar yfir mörkin, en nái enginn þeirra kjördæmissætum, ættu þeir með réttu að fá a.m.k. þrjú jöfnunarsæti hver. Það gerir tólf sæti alls þannig að þessir flokkar yrðu hlunnfarnir um minnst þrjú sæti og jafnframt væru engin sæti eftir til jöfnunar hjá hinum flokkunum. Sé þröskuldurinn lækkaður kynni þeim flokkum að fjölga sem skríða yfir hann. Því er augljóst að samhliða lækkun á þröskuldinum þyrfti af þeim sökum einum að fjölga jöfnunarsætunum. Færanlegt atkvæði: Í stað þess að lækka þröskuldinn mætti gefa atkvæðum flokka undir þröskuldinum líf með því að bjóða upp á aðal- og varaval. Kjörseðill gæti þá að mestu verið óbreyttur: Krossað skuli við flokk eins og venjulega og er það þá aðalval kjósandans. Að auki væri lína á seðlinum þar sem kjósandi gæti merkt við annan flokk að varavali. Komist sá flokkur sem kjósandinn gerði að aðalvali sínu ekki yfir þröskuldinn færist atkvæðið til þess sem hann valdi til vara. Þetta kallar auðvitað á nánari útfærslu svo sem í hvaða röð á að gaumgæfa flokkana – væntanlega að byrja að á því að skoða þann atkvæðafæsta. Einnig hvort eða hvernig færa skuli atkvæði greidd listum sem fengju kjördæmakjörinn mann en ná samt ekki að komast yfir þröskuldinn. Er þetta einhvers staðar notað? Jú. Nefna má að írska kerfið er af þessum toga. Þar hefur fyrirkomulag færanlegs atkvæðis tíðkast í heila öld. Þar er ekki aðeins boðið upp á eitt varaval heldur runu af varavali – eins og var í kosningunni 2010 til Stjórnlagaþings. Í sambandi við þröskuldinn ætti samt eitt varaval að duga í flestum tilfellum. Kosningabandalög: Þriðja leiðin sem benda má á er að heimila kosningabandalög. Kjósendur kysu áfram flokka, en sætum væri á hinn bóginn skipt eins og hvert slíkra bandalaga væri einn flokkur. Síðan væri sætunum dreift innbyrðis á milli flokka hvers bandalags eða beint út til lista þeirra. Smáflokkar gætu þannig spyrt sig saman til að komast sameiginlega yfir þröskuldinn. Kosningabandalög eru víða leyfð og þá ekki aðeins til að auðvelda smáflokkum lífið heldur ekki síður til að stuðla að myndun sterkra fylkinga og hvetja til þess að flokkar, sem hyggjast starfa saman í ríkistjórn, myndi bandalag áður en gengið er til kosninga. Það gerir kjósendum kleift að hafa bein áhrif á stjórnarmyndun. Sé sætum skipt með reglu D‘Hondts, sem notuð er hér á landi, er aldrei tekin áhætta með myndun bandalaga. Kosningabandalag fær þá a.m.k. jafnmörg sæti og aðildarflokkarnir fengju samtals byðu þeir fram hver um sig. Til að ýta enn fremur undir sterk samtök er til í dæminu að því bandalagi, nú eða flokki, sem fær mest fylgi sé veittur bónus, þ.e. fái sæti til viðbótar við hlutfallsrétta skiptingu sæta. Þessu er beitt í Grikklandi og hefur verið notað á Ítalíu. Persónukjör Ákvæði í kosningalögum um persónukjör, þ.e. um áhrif kjósenda á röðun frambjóðenda, eru og hafa ætíð verið veikburða á Íslandi. Frá því kosningalögunum var gjörbylt 1934 hefur það aðeins einu sinni gerst að útstrikanir og aðrar breytingar kjósenda hafi komið í veg fyrir að frambjóðandi hafi náð kjöri. Það var árið 1946, en þá voru ákvæðin markvissari en nú. Skoðanakannanir svo og þjóðaratkvæðagreiðslan árið 2012 hafa leitt í ljós að mikill meirihluti kjósenda vill fá að ráða meiru um val á þingmönnum. Núverandi ákvæði eru ekki aðeins gangslítil heldur líka um margt villandi. Til er mýgrútur aðferða til að skilgreina og gera upp persónukjör, til dæmis eitt sem er afar einfalt, svokallað samþykktarkjör. Nú þarf strax að taka til hendinni Hér að framan hefur verið bent á ýmsar leiðir og aðferðir við smíði kosningakerfa. Áður en gripið er til þeirra tóla og tækja verður þó skilgreina markmiðin. Á að tryggja fullan jöfnuð milli flokka? Á að jafna vægi atkvæða eftir búsetu? Hvort er mikilvægara að hafa kjördæmi smá eða stór og hvaða leiðir má þá fara í því sambandi, svo sem uppskipting í kjörsvæði eða á hinn bóginn landslistar? Sé landslistum hafnað, er þá stuðningur við að hemja flökt kjördæmabundinna jöfnunarsæta með nýjum aðferðum (sætavíxlunni)? Er þröskuldurinn vandamál og ef svo hvaða leiður má þá fara? Er vilji til að auka vægi persónukjörs? Að markmiðum skilgreindum er framhaldið mikið til tæknilegt. Sumar breytingar á ákvæðum um fyrirkomulag þingkosninga krefjast breytinga á stjórnarskrá, en fyrir aðrar duga lagabreytingar. Sú hefur verið venjan að fyrst undir lok kjörtímabils, eða þegar stefnir í kosningar, er farið að huga að hugsanlegum breytingum á ákvæðum um fyrirkomulag þingkosninga. Þetta er einkum vegna þess að eftir að breytingar á stjórnarskrá hafa verið samþykktar verður strax að rjúfa þing. Æskilegar umbætur hafa því einatt dagað uppi. Svo var raunin einnig nú. Formenn flokka á síðasta þingi voru byrjaðir að ræða saman um breytingar, en þingrof batt enda á þær viðræður. Því er nú ljóst að það munu líða allt að átta ár þar til breytingar á kosningaákvæðum stjórnarskrár gætu komið til framkvæmda. Betur má ef duga skal. Forystumenn ættu þegar að taka aftur upp þráðinn og undirbúa næstu skref en láta það ekki dankast þar til allt lendir í tímaþröng. Margt má gera án þess að breyta þurfi stjórnarskránni og lagabreytingar gætu tekið gildi fyrir þær þingkosningar sem næstar verða. Ekki er eftir neinu að bíða. Höfundar eru fyrrverandi og núverandi prófessorar í stærðfræði við Háskóla Íslands.
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun