Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 18:16 Jamie Foxx lenti í því miður óheppilega atviki að glasi var grýtt í andlit hans þegar hann var að fagna afmæli sínu á veitingastað á föstudag. Getty Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu. Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Lífið Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Lífið Fleiri fréttir Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Sjá meira
Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Lífið Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Lífið Fleiri fréttir Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Sjá meira