Enski boltinn

Ekkert lið fengið færri stig en City

Valur Páll Eiríksson skrifar
Pep Guardiola hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli.
Pep Guardiola hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images

Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember.

Southampton (5 stig) og Wolves (9 stig), tvö neðstu lið deildarinnar fengu bæði nóg í gær stjóraskipti væntanleg. Gary O'Neil var rekinn sem stjóri Wolves eftir tap fyrir Ipswich á laugardag og í gærkvöld fór Russell Martin, þjálfari Southampton,  sömu leið eftir 5-0 tap fyrir Tottenham í gærkvöld.

Þrátt fyrir vonlausan árangur liðanna á leiktíðinni hefur þeim gengið betur í stigasöfnun en Englandsmeistararnir síðustu vikurnar.

City tókst að vinna Nottingham Forest 3-0 þann 4. desember og gerði jafntefli við Crystal Palace 7. desember. Hinir fimm deildarleikir liðsins frá því 1. nóvember hafa tapast. Í nóvember tapaði liðið 2-1 fyrir Bournemouth og Brighton og 4-0 fyrir Tottenham.

Þá vann Liverpool 2-0 sigur á City 1. desember og leikurinn við Manchester United tapaðist í gær.

Í deildarleikjunum sjö síðan 1. nóvember hefur City því aðeins safnað 0,57 stigum í leik, færri en öll önnur lið í deildinni á þeim tíma. Southampton hefur fengið 0,67 stig í leik, Leicester City 0,71 stig og Everton, Aston Villa og Wolves eitt stig.

Þrír leikir eru eftir á þessu ári fyrir City til að rétta úr kútnum. Liðið mætir Aston Villa næstu helgi í Birmingham, Everton á annan dag jóla og Leicester 29. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×