Innlent

Leggja til ný úr­ræði í skaðaminnkun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um tillögur starfshóps um úrræði fyrir þá sem eru langt leiddir af ópíóðanotkun. 

Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn sem nú hefur skilað skýrslu þar sem meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning á því að koma á fót nýju úrræði fyrir fólk með langvinnan vanda þegar kemur að notkun ópóða. 

Þá fylgjumst við áfram með stjórnarmyndunarviðræðunum en hlé var gert á þeim um helgina öfugt við það sem áður hafði verið óformað. Viðræðurnar héldu þó áfram í morgun.

Að auki heyrum við í veðurfræðingi sem spáir í spilin og reynir að spá fyrir um hvort jólin í ár verða hvít eða rauð.

Í íþróttakkanum verður það svo körfubolti kvenna, píla og fótbolti sem verður til umfjöllunar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 16. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×