Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 17:47 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, í sumar. vísir/anton Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur
Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Handbolti Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Fótbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Fótbolti Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Handbolti Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Enski boltinn Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Handbolti Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Enski boltinn Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Enski boltinn „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Barcelona áfram í brasi Elías á skotskónum í Hollandi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Mikael og félagar úr leik í bikarnum Jólin verða rauð í Manchesterborg Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Sjá meira
Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01