Innlent

Erfið jól, ver­tíð og heit ást á sauð­kindinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunnar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við tökum einnig stöðuna á stjórnarmyndunarviðræðum og ræðum í beinni við yfirlækni á Barnaspítalanum. Þar hefur staðan verið þung og mikið um innlagnir vegna RS-veirunnar sem herjar nú á börn.

Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð geti orðið í vetur. Við kynnum okkur málið en fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun.

Auk þess förum við yfir jólaveðrið í beinni og hittum sautján ára stúlku sem elskar ekkert heitar en íslensku sauðkindina.

Í Sportpakkanum verður rýnt í dráttinn fyrir komandi Evrópumót kvenna í knattspyrnu og í Íslandi í dag fer Sindri Sindrason í fyrsta farþegaflug Airbus-vélar Icelandair.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Kvöldfréttir 16. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×