Íslenski boltinn

Fyrir­liði Sel­foss til liðs við Þróttara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnur Dóra Bergsdóttir hefur spilað allan feril sinn til þessa með Selfossi en hér má sjá hana vera komin í Þróttarabúninginn.
Unnur Dóra Bergsdóttir hefur spilað allan feril sinn til þessa með Selfossi en hér má sjá hana vera komin í Þróttarabúninginn. @throttur

Kvennaliðs Þróttar hefur fengið góðan liðstyrk fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

Unnur Dóra Bergsdóttir, sem hefur verið fyrirliði Selfoss síðustu ár, hefur skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna.

Unnur hafði áður gefið það út að hún myndi ekki spila áfram með Selfossliðinu sem féll niður í C-deildina í sumar.

Unnur er öflugur miðjumaður og sterkur karakter inn á vellinum.

Unnur hefur líka verið í lykilhlutverki á Selfossi síðustu árin og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hún er fædd árið 2000 en á að baki rúmlega 160 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 18 mörk.

Unnur Dóra varð bikarmeistari með Selfossi 2019 og Meistari meistaranna vorið 2020. Hún á að baki þrjá landsleiki, með U23 liði Íslands og sumarið 2022 lék hún sinn fyrsta og eina A-landsleik.

„Unnur Dóra er mikilvæg viðbót við okkar leikmannahóp, hún er sterkur leikmaður með góða reynslu enda hefur hún verið í fararbroddi hjá Selfyssingum til margra ára. Unnur Dóra á eftir að falla vel inn í hóp okkar Þróttar og styrkja liðið í Bestu deildinni á komandi tímabili. Við bjóðum Unni velkomna í Þrótt,” sagði Kristján Kristjánsson formaður Knattspyrnudeildar Þróttar í frétt á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×