Innlent

Tæknifólk skrifaði undir kjara­samning til fjögurra ára

Árni Sæberg skrifar
Frá undirritun samningsins í gær.
Frá undirritun samningsins í gær. RSÍ

Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsamband Íslands/Félags tæknifólks vegna tæknigreina var undirritaður hjá ríkissáttasemjara eftir hádegið í gær. Við samninginn voru gerðir viðaukar sem ná til fimm fyrirtækja.

Í tilkynningu á vef RSÍ segir að fyrirtækin fimm séu Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið, Sýn, Síminn og Míla.

Samningurinn verði kynntur hjá umræddum fyrirtækjunum á allra næstu dögum en hann megi í heild lesa hér.

Vöfflur voru að sjálfsögðu bakaðar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gær.RSÍ

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist á mínum síðum þriðjudaginn 17. desember klukkan 12. Atkvæðagreiðslunni ljúki á hádegi á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×