Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 08:58 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur. Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins. Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins.
Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira