Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2024 14:10 Leó Snær Pétursson skoraði jöfnunarmark HK gegn Stjörnunni úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. vísir/diego Dómstóll HSÍ vísaði kröfum Stjörnunnar um að HK yrði dæmt tap í leik liðanna í Olís-deild karla eða að leikurinn yrði leikinn aftur frá byrjun. Úrslitin í leiknum standa. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins á þeim forsendum að dómararnir hefðu nýttu síma til að skera úr um það hvort HK hefði átt að fá vítakast undir lok leiksins. Vítið var dæmt, Leó Snær Pétursson tók það, skoraði og tryggði HK-ingum jafntefli, 27-27. HK skoraði síðustu átta mörk leiksins. Stjörnumenn töldu að dómurum leiksins hefði ekki verið heimilt að nýta sér myndbandsupptöku úr síma. Þeir kröfðust þess að HK yrði dæmt tap eða að leikurinn yrði leikinn aftur. Báðum kröfum Stjörnunnar var vísað frá og úrslitin í leiknum standa. Í skriflegum framburði sínum segja dómarar leiksins að þeir hafi ekki tekið ákvörðun út frá myndbandinu eða útsendingunni frá leiknum. Í dómnum kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að notast við upptöku af leiknum í Handboltapassanum þar sem leikklukka á vellinum og leikklukka í útsendingu hafi ekki passað saman. Því hafi ekki verið hægt að vita hvort leiktíminn hafi verið runninn út eða ekki þegar vítakastið var dæmt. „Með vísan til afdráttarlausrar lýsingar þriggja dómara sem komu að leik Stjörnunnar og HK, þ.e. tveggja leikdómara og eftirlitsdómara verður að byggja málið á þeim forsendum að engar upplýsingar hafi komið fram á myndskeiði í síma, á meðan á leik stóð, sem hafi haft áhrif á ákvörðun dómaranna. Þannig hafi leikdómarar stöðvað tímann og ráðfært sig við hvorn annan og eftirlitsdómara áður en ákvörðun var tekin sem byggði á þeirri eigin mati á aðstæðum. Er á þeim forsendum hafnað þeirri efnislegu kröfu kæranda að dómarar hafi farið út fyrir leikreglur við töku ákvörðunar. Felur það í sér að hafnað er bæði aðalkröfu og varakröfu kæranda, Stjörnunnar,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins. Lesa má dóminn í heild sinni með því að smella hér. Olís-deild karla HK Stjarnan HSÍ Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Stjarnan kærði framkvæmd leiksins á þeim forsendum að dómararnir hefðu nýttu síma til að skera úr um það hvort HK hefði átt að fá vítakast undir lok leiksins. Vítið var dæmt, Leó Snær Pétursson tók það, skoraði og tryggði HK-ingum jafntefli, 27-27. HK skoraði síðustu átta mörk leiksins. Stjörnumenn töldu að dómurum leiksins hefði ekki verið heimilt að nýta sér myndbandsupptöku úr síma. Þeir kröfðust þess að HK yrði dæmt tap eða að leikurinn yrði leikinn aftur. Báðum kröfum Stjörnunnar var vísað frá og úrslitin í leiknum standa. Í skriflegum framburði sínum segja dómarar leiksins að þeir hafi ekki tekið ákvörðun út frá myndbandinu eða útsendingunni frá leiknum. Í dómnum kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að notast við upptöku af leiknum í Handboltapassanum þar sem leikklukka á vellinum og leikklukka í útsendingu hafi ekki passað saman. Því hafi ekki verið hægt að vita hvort leiktíminn hafi verið runninn út eða ekki þegar vítakastið var dæmt. „Með vísan til afdráttarlausrar lýsingar þriggja dómara sem komu að leik Stjörnunnar og HK, þ.e. tveggja leikdómara og eftirlitsdómara verður að byggja málið á þeim forsendum að engar upplýsingar hafi komið fram á myndskeiði í síma, á meðan á leik stóð, sem hafi haft áhrif á ákvörðun dómaranna. Þannig hafi leikdómarar stöðvað tímann og ráðfært sig við hvorn annan og eftirlitsdómara áður en ákvörðun var tekin sem byggði á þeirri eigin mati á aðstæðum. Er á þeim forsendum hafnað þeirri efnislegu kröfu kæranda að dómarar hafi farið út fyrir leikreglur við töku ákvörðunar. Felur það í sér að hafnað er bæði aðalkröfu og varakröfu kæranda, Stjörnunnar,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins. Lesa má dóminn í heild sinni með því að smella hér.
Olís-deild karla HK Stjarnan HSÍ Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira