„Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 07:02 Logn segir samtökin styðja afglæpavæðingu en henni verði að fylgja stuðningur, þjónusta og vinnuréttindi. Vísir/Vilhelm Rauða regnhlífin segir ný lög í Belgíu bæta stöðu kynlífsverkafólks verulega. Það séu gallar á löggjöfinni en lögin séu fordæmi sem vert sé að fylgjast með. Samtökin telja margt hægt að gera betur á Íslandi fyrir þolendur vændis og fólk í ýmiss konar kynlífsvinnu. Sem dæmi þurfi styrkari fjárhagsaðstoð og betri fræðslu fyrir fagaðila. „Við fögnum þessari auknu lagalegu vernd og vinnuréttindum undir afglæpavæðingu,“ segir Logn hjá Rauðu regnhlífinni um ný lög sem voru samþykkt í Belgíu nýlega sem veita kynlífsverkafólki bæði aukin vinnuréttindi og meiri vernd. Nú hafa þau lagalega vernd til þess að neita að sinna þjónustu sem þau vilja ekki sinna. Logn hefur stundað ýmiss konar kynlífsvinnu og er eitt af stofnendum Rauðu regnhlífarinnar sem eru samtök kynlífsverkafólks á Íslandi. Vændi var afglæpavætt í Belgíu árið 2022. Logn segir nýju lögin fylla upp í eyðu sem hafi myndast fyrir sumt kynlífsverkafólk við afglæpavæðinguna. Nú sé allt kynlífsverkafólk með sömu réttindi og aðrir á vinnumarkaði, vinni það hjá einhverjum. Á sama tíma voru líka settar reglur um það hver megi reka vinnustaði kynlífsverkafólks til að sporna við ofbeldisfullum yfirmönnum. Þessi lagabreyting gildir aðeins um þau sem vinna á slíkum vinnustöðum, en ekki um einyrkja sem til dæmis vinna heima hjá sér. „Það var svo margt á gráu svæði eftir afglæpavæðinguna. Fólk vissi ekki almennilega rétt sinn en við lítum á þetta sem stórt skref í rétta átt, frekar en að þetta sé endamarkmiðið. Það á allt vinnandi fólk að eiga rétt á launum á meðan þau eru í fæðingarorlofi, að geta tekið launaða veikindadaga, að geta borgað í lífeyrissjóð og allt það sem fylgir því að vera á vinnumarkaði.“ Ekki bara aukinn réttur, líka meiri vernd Logn segir nýju lögin einnig gefa kynlífsverkafólki meira rými til að stjórna sínu starfi og þannig aukna vernd. Kynlífsverkafólk á að hafa jafn mikið frelsi og allir aðrir til að geta sagt nei, og verndaðan rétt til að setja mörk án ofbeldisfullra afleiðinga. Af því að ofbeldi á ekki að vera partur af starfinu okkar og það er það sem afglæpavæðing snýst um. „Að útrýma ofbeldi, og ef það gerist eða þegar, þá sé eitthvað kerfi sem grípur mann en ekki bara lögregla sem spyr af hverju maður hafi verið að gera þetta og að maður hefði mátt búast við ofbeldi.“ Logn segir það þó galla að lagabreytingin gildi ekki um einyrkja sem vinni til dæmis heima hjá sér, þau sem selji kynlíf í gegnum síma, nektardansara og ekki fyrir fólk sem framleiðir klám. Þá er einnig undanskilið fólk af erlendum uppruna sem Logn segir afar slæmt. „Það er það sem aðgerðasinnar í Nýja Sjálandi hafa sagt til dæmis mesta gallann við afglæpavæðinguna þar, að verndin taki ekki til fólks af erlendum uppruna. Það búi til gat þar sem fólk af erlendum uppruna er útsettara fyrir ofbeldi og jaðarsetningu.“ Hán segist vonast til þess að þessi lög verði útvíkkuð á næstu árum og taki til fleiri hópa sem starfa í þessum iðnaði. Hán segist vongótt um að það muni gerast. Logn segir lítið vitað um umfang þeirra sem vinna við vændi hér á landi.Vísir/Vilhelm Bland af Onlyfans og í persónu Hán segir meðlimi félagsins bæði sinna kynlífsvinnu í persónu og á síðum eins og Onlyfans. „Þegar við stofnuðum samtökin vorum við flest að sinna vinnunni í persónu eða höfðum reynslu af því, en svo gerðist svokölluð Onlyfans-sprengja í Covid. Þá var fullt af fólki að kíkja á það og fjölmiðlar að fjalla um þetta. Þau fundu okkur og þá var mikið af Onlyfans-fólki hjá okkur en það hefur núna jafnast út. Það er fólk hjá okkur sem hefur verið að strippa, er eða hefur verið að selja kynlífsþjónustu í persónu og það er fólk sem er á Onlyfans eða svipuðum síðum. Við erum þannig orðin góð blanda í dag þó að það hafi áður verið ójafnt.“ Hán segir Rauðu regnhlífina líta til Nýja-Sjálands eftir fordæmi. Þar var vændi afglæpavætt árið 2003 með þó einhverjum takmörkunum. Sem dæmi verðurðu að vera yfir 18 ára og mátt ekki stunda kynlífsvinnu í Nýja Sjálandi ef þú ert þar á tímabundnu dvalarleyfi. „Ef einhver finnst sem er undir aldri er honum ekki refsað heldur fá þau viðeigandi þjónustu og stuðning félagsþjónustunnar,“ segir Logn. Logn segir skorta fjárhagsstuðning og úrræði fyrir fólk sem vill ekki stunda kynlífsvinnu eða sem neyðist út í vændi.Vísir/Vilhelm Í lögunum í Nýja-Sjálandi er að finna ýmis ákvæði sem eiga að vernda kynlífsverkafólk við vinnu sína. Sem dæmi má kynlífsverkafólk í Nýja Sjálandi alltaf neita að stunda kynlíf eða hætta í miðjum klíðum. Þá eru einnig ákvæði um að nota smokka og að stunda öruggt kynlíf. Auk þess eru tilgreind í lögum ýmis vinnuréttindi en rétturinn er misjafn eftir því hvort um er að ræða starfsmenn hjá fyrirtæki eða verktaka. Fjórar færar leiðir Logn segir nokkrar leiðir færar lagalega þegar kemur að vændi. Samtökin fjölluðu um nokkrar mögulegar leiðir í grein í veftímaritinu via.is árið 2021. Þar kemur fram að það séu í raun fjórar leiðir færar. Það sé hægt að fara þá leið sem er farin á Íslandi, sænsku leiðina, þar sem það er löglegt að selja vændi en ólöglegt að kaupa það. Þá sé einnig hægt að lögleiða vændi alveg og þá sé löglegt að kaupa það og selja það. Þar sem þessi leið hafi verið farin sé það yfirleitt þannig að fólk verði að vera skráð hjá einhverjum vinnuveitanda. Fylgi fólk ekki reglum stjórnvalda um hvar og hvenær það megi selja kynlíf sé það þá í raun að brjóta lögin. Í þriðja lagi sé svo hægt að banna það alveg með því að banna sölu og kaup. Í grein samtakanna segir að algengast sé að lögin séu þannig í heiminum. Með slíkri lagasetningu segir Logn að kynlífsverkafólk sé sett í afar hættulega stöðu. Í fjórða lagi er svo afglæpavæðing. Þá eru sett lög um afglæpavæðingu eða fyrri lög afnumin. Þar er ekki gerð krafa um að fólk skrái hvar það vinnur en fólk fær vinnuréttindi. Þetta á til dæmis við í Belgíu og Nýja-Sjálandi. Þar eru á sama tíma ströng lög um mansal og kynferðisofbeldi. „Við styðjum ekki lögleiðingu, við styðjum fulla afglæpavæðingu,“ segir Logn og að helsti kosturinn við afglæpavæðinguna sé aðgengi fólks að vinnuréttindum. Sænsku leiðinni fylgi ekki mikil vernd Þá segir hán einnig kost að við afglæpavæðingu geti fólk auglýst þjónustu sína án þess að lenda uppi á kanti við lög eða lögregluna. Hér á landi sé kynlífsverkafólk sektað um allt að hundrað þúsund krónur og jafnvel kært fyrir að auglýsa þjónustu sína, sem er á sama tíma löglegt að selja. Hér á Íslandi er ekki sú vernd til staðar sem fólk heldur að fylgi sænsku leiðinni. Við erum útsettari fyrir ofbeldi. Því kúnnar sem eru tilbúnir að brjóta lög til að hitta kynlífsverkafólk eru líklegri til að finnast ekkert mál að brjóta önnur lög, eins og að beita okkur ofbeldi. „Af því þau vita að við fáum ekki þann skilning frá yfirvöldum eða lögreglunni sem við ættum að fá,“ segir Logn og að þannig sé gat í þessari sænsku leið sem farin er á Íslandi. Þá segir hán líka að þegar fólk tilkynnir ofbeldi sem það verður fyrir í vinnu sinni þá hafi það fengið ábendingar um að lögreglan byrji að vakta þau eða heimili þeirra til að ná kúnnum. „Fólk treystir ekkert endilega lögreglunni en á að geta það. Rannsóknir sem við höfum frá til dæmis Nýja Sjálandi sýna að kynlífsverkafólk á í miklu betra sambandi nú við lögregluna,“ segir hán og á þá við en áður en vændi var afglæpavætt. „Fólk fær rétta og virðingarverða þjónustu hjá lögreglunni ef það er beitt ofbeldi. Í stað þess að lögreglan taki á móti þeim og einblíni svo aðeins á að ná kúnnum eða kæra og sekta þolendur fyrir að auglýsa frekar en á ofbeldið sem þau voru beitt, sem var ástæða þess að þau leituðu til lögreglu til að byrja með. Kaupin og auglýsingin eru þannig stóru glæpirnir, ekki brotið gegn okkur.“ Logn segir skorta fjárhagsstuðning og úrræði fyrir fólk sem vill ekki stunda kynlífsvinnu eða sem neyðist út í vændi.Vísir/Vilhelm Nýju lögin í Belgíu hafa verið gagnrýnd af fjölmörgum feminískum samtökum. Þau segja til dæmis að með afglæpavæðingu sé verið að normalisera misnotkun á konum, konur og stúlkur af erlendum uppruna séu útsettari en aðrir fyrir ofbeldi og mansali og það gagnrýnt að í lögunum sé ekki að finna neinar útgönguleiðir úr vændi eða aðstoð við það. Ekki meira mansal í Nýja-Sjálandi Logn segir þetta hafa verið rannsakað vel í Nýja Sjálandi þar sem lengst er síðan vændi var afglæpavætt. Kynlífsmansal hafi ekki aukist á þessum árum eins og margir héldu að myndi gerast þegar vændi var afglæpavætt. Í matsskýrslu sem gefin var út fimm árum eftir að lögin voru sett 2003 kom til dæmis fram að aðeins um 3,9 prósent kynlífsverkafólksins sem var talað við fannst þau vera tilneydd til að vera í vændi. „Það hefur ekki aukist í Nýja Sjálandi síðan vændi var afglæpavætt, en hefur aukist undir sænsku leiðinni í Svíþjóð og lögleiðingu í Þýskalandi. Kynlífsverkafólk í Nýja Sjálandi hefur á sama tíma reynst mikilvægur hópur þegar kemur að því að greina frá mögulegum mansalsþolendum og aðstæðum þar sem mögulega er verið að misnota einhvern af erlendum uppruna. Þau hafa þannig aðstoðað við að tengja þessa þolendur við stuðning og þjónustu í gegnum lögregluna. En varðandi útgönguleiðir fyrir kynlífsverkafólk almennt er að okkur vitandi engin sérstök útgönguleið til staðar undir sænsku leiðinni heldur, allavega ekki hér á Íslandi. Það ætti auðvitað að vera innbyggt í alla löggjöf sem snertir kynlífsvinnu. Það á að styðja fólk á þeirra forsendum til þess að hætta ef þau vilja og það á að vera tryggur fjárhagsstuðningur í boði svo að fólk festist ekki í aðstæðum sem þau vilja ekki vera í vegna fátæktar.“ Logn segir samband lögreglu og kynlífsverkafólks hafa batnað í kjölfar afglæpavæðingarinnar. „Okkur finnst afglæpavæðingin magnað og mikilvægt fordæmi, þó að það sé ekki fullkomið. Í Belgíu gilda vinnuréttindin til dæmis ekki um fólk af erlendum uppruna. Í Nýja-Sjálandi er mikið talað um að það sé næsta skrefið sem þurfi að taka,“ segir Logn. Samþykkja að líkamar séu söluvara Samtök eins og Stígamót segja að vegna hættunnar á misnotkun og mansali og slæmra afleiðinga vændis sé ekki þess virði að leyfa það. Með því að samþykkja vinnuréttindi sé verið að samþykkja að það sé staðreynd að líkamar fólks séu söluvara. „Það er mansal í svo mörgum geirum. Þetta er allt hrikalegt ofbeldi og við eigum að sporna við þessu öllu. En við vitum að bönn ýta ekki undir jákvæða hluti. Við getum ekki bannað byggingarvinnu eða túrisma á Íslandi því það er mansal. Það er svo miklu betra að auka réttindi, efla þjónustu og gefa fólki styrkar stoðir til að standa í. Við viljum afglæpavæðingu á Íslandi en það þarf að fara hönd í hönd við aukin réttindi og þjónustu sem er hönnuð til að mæta þessum fjölbreyttu þörfum sem kynlífsverkafólk hefur,“ segir Logn og bendir í því samhengi á til dæmis vímuefni og skaðaminnkandi þjónustu sem þar er í boði. Það þurfi að gera það sama fyrir fólk í kynlífsvinnu. Logn segir lítið vitað um umfang þeirra sem vinna við kynlífsvinnu eða vændi hér á landi. Það sé þó alltaf nýtt fólk að leita til þeirra sem deili þeirra skoðun. „Kynlífsverkafólk er hópur sem er mjög misskilinn hér á landi, og víða annars staðar. Við í Rauðu regnhlífinni höldum reglulega félagslega hittinga til að efla samstöðu og samfélagið. Við fjáröflum fyrir kynlífsverkafólk, þolendur vændis og þolendur mansals í neyðaraðstöðu, sinnum fræðslu og gefum smokka. Svo erum við alltaf í rannsóknarvinnu að finna fjölbreyttar, ódýrar eða ókeypis þjónustur þar sem starfsfólk tekur á móti kynlífsverkafólki með virðingu og skilning. Það er því miður enn lítill skilningur og miklir fordómar til staðar hjá sumum fagaðilum. Blessunarlega ekki öllum samt.“ Þú segir kynlífsverkafólk og þolendur vændis. Það er ekki sama fólkið? „Það er fólk sem upplifir sig sem þolendur. Þau upplifa þetta ekki sem vinnu. Þau voru kannski í neyslu eða öðrum aðstæðum sem gerði það að verkum að þau þurftu að afla sér peninga og þetta var eina leiðin. Þau upplifa sig sem þolendur vændis og við eigum að virða þær upplifanir og þau orð. Alveg eins viljum við að okkar upplifanir og orð sem kynlífsverkafólk séu virt.“ Ekki allir sem upplifi vændi sem ofbeldi Logn segir ekki skipta máli fyrir Rauðu regnhlífina hvernig fólk skilgreinir sig. Þau fái aðstoð ef þau biðji um hana. „Það gerir ekkert jákvætt fyrir samfélagið okkar að loka sig af, að segja einhverjum að þau séu ekki af réttri tegund eða rétta týpan. Við viljum efla og aðstoða alla sem koma til okkar, eins mikið og við getum.“ Logn segir að undir sænsku leiðinni sé allt vændi flokkað sem ofbeldi. Það séu þó alls ekki allir sem upplifi aðstæður sínar þannig. Vísir/Vilhelm „Að sjálfsögðu verður kynlífsverkafólk fyrir ofbeldi en það upplifir ekki endilega allt sem það gerir sem ofbeldi eins og lögin segja til. Fólki sem leitar til okkar finnst næs að tala við fólk sem upplifir það sama og hugsar eins um þessa hluti. En auðvitað á að vera þjónusta til staðar fyrir fólk sem upplifir allt vændi sem ofbeldi og þarf meiri eða öðruvísi stuðning eða þjónustu en sú sem við í Rauðu Regnhlífinni höfum tök á að bjóða sem sjálfboðaliðar. Þá er gott að hafa fjölbreytta möguleika, eins og til dæmis Stígamót. En við viljum gjarnan sjá ríkið og sveitarfélög gera meira, í samráði við þau sem eru og hafa verið í þessum iðnaði, til þess að stuðla að til dæmis ítarlegri fræðslu fyrir fagaðila og koma fjárhagsaðstoð af stað fyrir þau sem þurfa þess.“ Logn segir mikilvægt að fólki sé sýndur stuðningur sama í hvaða stöðu það er. Sem dæmi leiti stundum fólk til þeirra sem hafi leitað annað og ekki fengið stuðninginn þar sem þau voru að leita eftir. „Það kemur líka fólk til okkar sem er í fyrsta skipti að tala um vinnuna sína upphátt og finnur öryggi í því að við sem tökum á móti þeim höfum svipaða reynslu og notum sömu orð. Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun.“ Vændi Mansal Belgía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Kynlífsverkafólk mótmælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum. 20. október 2023 07:45 Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða. 30. janúar 2023 19:35 „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. 9. desember 2022 11:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Við fögnum þessari auknu lagalegu vernd og vinnuréttindum undir afglæpavæðingu,“ segir Logn hjá Rauðu regnhlífinni um ný lög sem voru samþykkt í Belgíu nýlega sem veita kynlífsverkafólki bæði aukin vinnuréttindi og meiri vernd. Nú hafa þau lagalega vernd til þess að neita að sinna þjónustu sem þau vilja ekki sinna. Logn hefur stundað ýmiss konar kynlífsvinnu og er eitt af stofnendum Rauðu regnhlífarinnar sem eru samtök kynlífsverkafólks á Íslandi. Vændi var afglæpavætt í Belgíu árið 2022. Logn segir nýju lögin fylla upp í eyðu sem hafi myndast fyrir sumt kynlífsverkafólk við afglæpavæðinguna. Nú sé allt kynlífsverkafólk með sömu réttindi og aðrir á vinnumarkaði, vinni það hjá einhverjum. Á sama tíma voru líka settar reglur um það hver megi reka vinnustaði kynlífsverkafólks til að sporna við ofbeldisfullum yfirmönnum. Þessi lagabreyting gildir aðeins um þau sem vinna á slíkum vinnustöðum, en ekki um einyrkja sem til dæmis vinna heima hjá sér. „Það var svo margt á gráu svæði eftir afglæpavæðinguna. Fólk vissi ekki almennilega rétt sinn en við lítum á þetta sem stórt skref í rétta átt, frekar en að þetta sé endamarkmiðið. Það á allt vinnandi fólk að eiga rétt á launum á meðan þau eru í fæðingarorlofi, að geta tekið launaða veikindadaga, að geta borgað í lífeyrissjóð og allt það sem fylgir því að vera á vinnumarkaði.“ Ekki bara aukinn réttur, líka meiri vernd Logn segir nýju lögin einnig gefa kynlífsverkafólki meira rými til að stjórna sínu starfi og þannig aukna vernd. Kynlífsverkafólk á að hafa jafn mikið frelsi og allir aðrir til að geta sagt nei, og verndaðan rétt til að setja mörk án ofbeldisfullra afleiðinga. Af því að ofbeldi á ekki að vera partur af starfinu okkar og það er það sem afglæpavæðing snýst um. „Að útrýma ofbeldi, og ef það gerist eða þegar, þá sé eitthvað kerfi sem grípur mann en ekki bara lögregla sem spyr af hverju maður hafi verið að gera þetta og að maður hefði mátt búast við ofbeldi.“ Logn segir það þó galla að lagabreytingin gildi ekki um einyrkja sem vinni til dæmis heima hjá sér, þau sem selji kynlíf í gegnum síma, nektardansara og ekki fyrir fólk sem framleiðir klám. Þá er einnig undanskilið fólk af erlendum uppruna sem Logn segir afar slæmt. „Það er það sem aðgerðasinnar í Nýja Sjálandi hafa sagt til dæmis mesta gallann við afglæpavæðinguna þar, að verndin taki ekki til fólks af erlendum uppruna. Það búi til gat þar sem fólk af erlendum uppruna er útsettara fyrir ofbeldi og jaðarsetningu.“ Hán segist vonast til þess að þessi lög verði útvíkkuð á næstu árum og taki til fleiri hópa sem starfa í þessum iðnaði. Hán segist vongótt um að það muni gerast. Logn segir lítið vitað um umfang þeirra sem vinna við vændi hér á landi.Vísir/Vilhelm Bland af Onlyfans og í persónu Hán segir meðlimi félagsins bæði sinna kynlífsvinnu í persónu og á síðum eins og Onlyfans. „Þegar við stofnuðum samtökin vorum við flest að sinna vinnunni í persónu eða höfðum reynslu af því, en svo gerðist svokölluð Onlyfans-sprengja í Covid. Þá var fullt af fólki að kíkja á það og fjölmiðlar að fjalla um þetta. Þau fundu okkur og þá var mikið af Onlyfans-fólki hjá okkur en það hefur núna jafnast út. Það er fólk hjá okkur sem hefur verið að strippa, er eða hefur verið að selja kynlífsþjónustu í persónu og það er fólk sem er á Onlyfans eða svipuðum síðum. Við erum þannig orðin góð blanda í dag þó að það hafi áður verið ójafnt.“ Hán segir Rauðu regnhlífina líta til Nýja-Sjálands eftir fordæmi. Þar var vændi afglæpavætt árið 2003 með þó einhverjum takmörkunum. Sem dæmi verðurðu að vera yfir 18 ára og mátt ekki stunda kynlífsvinnu í Nýja Sjálandi ef þú ert þar á tímabundnu dvalarleyfi. „Ef einhver finnst sem er undir aldri er honum ekki refsað heldur fá þau viðeigandi þjónustu og stuðning félagsþjónustunnar,“ segir Logn. Logn segir skorta fjárhagsstuðning og úrræði fyrir fólk sem vill ekki stunda kynlífsvinnu eða sem neyðist út í vændi.Vísir/Vilhelm Í lögunum í Nýja-Sjálandi er að finna ýmis ákvæði sem eiga að vernda kynlífsverkafólk við vinnu sína. Sem dæmi má kynlífsverkafólk í Nýja Sjálandi alltaf neita að stunda kynlíf eða hætta í miðjum klíðum. Þá eru einnig ákvæði um að nota smokka og að stunda öruggt kynlíf. Auk þess eru tilgreind í lögum ýmis vinnuréttindi en rétturinn er misjafn eftir því hvort um er að ræða starfsmenn hjá fyrirtæki eða verktaka. Fjórar færar leiðir Logn segir nokkrar leiðir færar lagalega þegar kemur að vændi. Samtökin fjölluðu um nokkrar mögulegar leiðir í grein í veftímaritinu via.is árið 2021. Þar kemur fram að það séu í raun fjórar leiðir færar. Það sé hægt að fara þá leið sem er farin á Íslandi, sænsku leiðina, þar sem það er löglegt að selja vændi en ólöglegt að kaupa það. Þá sé einnig hægt að lögleiða vændi alveg og þá sé löglegt að kaupa það og selja það. Þar sem þessi leið hafi verið farin sé það yfirleitt þannig að fólk verði að vera skráð hjá einhverjum vinnuveitanda. Fylgi fólk ekki reglum stjórnvalda um hvar og hvenær það megi selja kynlíf sé það þá í raun að brjóta lögin. Í þriðja lagi sé svo hægt að banna það alveg með því að banna sölu og kaup. Í grein samtakanna segir að algengast sé að lögin séu þannig í heiminum. Með slíkri lagasetningu segir Logn að kynlífsverkafólk sé sett í afar hættulega stöðu. Í fjórða lagi er svo afglæpavæðing. Þá eru sett lög um afglæpavæðingu eða fyrri lög afnumin. Þar er ekki gerð krafa um að fólk skrái hvar það vinnur en fólk fær vinnuréttindi. Þetta á til dæmis við í Belgíu og Nýja-Sjálandi. Þar eru á sama tíma ströng lög um mansal og kynferðisofbeldi. „Við styðjum ekki lögleiðingu, við styðjum fulla afglæpavæðingu,“ segir Logn og að helsti kosturinn við afglæpavæðinguna sé aðgengi fólks að vinnuréttindum. Sænsku leiðinni fylgi ekki mikil vernd Þá segir hán einnig kost að við afglæpavæðingu geti fólk auglýst þjónustu sína án þess að lenda uppi á kanti við lög eða lögregluna. Hér á landi sé kynlífsverkafólk sektað um allt að hundrað þúsund krónur og jafnvel kært fyrir að auglýsa þjónustu sína, sem er á sama tíma löglegt að selja. Hér á Íslandi er ekki sú vernd til staðar sem fólk heldur að fylgi sænsku leiðinni. Við erum útsettari fyrir ofbeldi. Því kúnnar sem eru tilbúnir að brjóta lög til að hitta kynlífsverkafólk eru líklegri til að finnast ekkert mál að brjóta önnur lög, eins og að beita okkur ofbeldi. „Af því þau vita að við fáum ekki þann skilning frá yfirvöldum eða lögreglunni sem við ættum að fá,“ segir Logn og að þannig sé gat í þessari sænsku leið sem farin er á Íslandi. Þá segir hán líka að þegar fólk tilkynnir ofbeldi sem það verður fyrir í vinnu sinni þá hafi það fengið ábendingar um að lögreglan byrji að vakta þau eða heimili þeirra til að ná kúnnum. „Fólk treystir ekkert endilega lögreglunni en á að geta það. Rannsóknir sem við höfum frá til dæmis Nýja Sjálandi sýna að kynlífsverkafólk á í miklu betra sambandi nú við lögregluna,“ segir hán og á þá við en áður en vændi var afglæpavætt. „Fólk fær rétta og virðingarverða þjónustu hjá lögreglunni ef það er beitt ofbeldi. Í stað þess að lögreglan taki á móti þeim og einblíni svo aðeins á að ná kúnnum eða kæra og sekta þolendur fyrir að auglýsa frekar en á ofbeldið sem þau voru beitt, sem var ástæða þess að þau leituðu til lögreglu til að byrja með. Kaupin og auglýsingin eru þannig stóru glæpirnir, ekki brotið gegn okkur.“ Logn segir skorta fjárhagsstuðning og úrræði fyrir fólk sem vill ekki stunda kynlífsvinnu eða sem neyðist út í vændi.Vísir/Vilhelm Nýju lögin í Belgíu hafa verið gagnrýnd af fjölmörgum feminískum samtökum. Þau segja til dæmis að með afglæpavæðingu sé verið að normalisera misnotkun á konum, konur og stúlkur af erlendum uppruna séu útsettari en aðrir fyrir ofbeldi og mansali og það gagnrýnt að í lögunum sé ekki að finna neinar útgönguleiðir úr vændi eða aðstoð við það. Ekki meira mansal í Nýja-Sjálandi Logn segir þetta hafa verið rannsakað vel í Nýja Sjálandi þar sem lengst er síðan vændi var afglæpavætt. Kynlífsmansal hafi ekki aukist á þessum árum eins og margir héldu að myndi gerast þegar vændi var afglæpavætt. Í matsskýrslu sem gefin var út fimm árum eftir að lögin voru sett 2003 kom til dæmis fram að aðeins um 3,9 prósent kynlífsverkafólksins sem var talað við fannst þau vera tilneydd til að vera í vændi. „Það hefur ekki aukist í Nýja Sjálandi síðan vændi var afglæpavætt, en hefur aukist undir sænsku leiðinni í Svíþjóð og lögleiðingu í Þýskalandi. Kynlífsverkafólk í Nýja Sjálandi hefur á sama tíma reynst mikilvægur hópur þegar kemur að því að greina frá mögulegum mansalsþolendum og aðstæðum þar sem mögulega er verið að misnota einhvern af erlendum uppruna. Þau hafa þannig aðstoðað við að tengja þessa þolendur við stuðning og þjónustu í gegnum lögregluna. En varðandi útgönguleiðir fyrir kynlífsverkafólk almennt er að okkur vitandi engin sérstök útgönguleið til staðar undir sænsku leiðinni heldur, allavega ekki hér á Íslandi. Það ætti auðvitað að vera innbyggt í alla löggjöf sem snertir kynlífsvinnu. Það á að styðja fólk á þeirra forsendum til þess að hætta ef þau vilja og það á að vera tryggur fjárhagsstuðningur í boði svo að fólk festist ekki í aðstæðum sem þau vilja ekki vera í vegna fátæktar.“ Logn segir samband lögreglu og kynlífsverkafólks hafa batnað í kjölfar afglæpavæðingarinnar. „Okkur finnst afglæpavæðingin magnað og mikilvægt fordæmi, þó að það sé ekki fullkomið. Í Belgíu gilda vinnuréttindin til dæmis ekki um fólk af erlendum uppruna. Í Nýja-Sjálandi er mikið talað um að það sé næsta skrefið sem þurfi að taka,“ segir Logn. Samþykkja að líkamar séu söluvara Samtök eins og Stígamót segja að vegna hættunnar á misnotkun og mansali og slæmra afleiðinga vændis sé ekki þess virði að leyfa það. Með því að samþykkja vinnuréttindi sé verið að samþykkja að það sé staðreynd að líkamar fólks séu söluvara. „Það er mansal í svo mörgum geirum. Þetta er allt hrikalegt ofbeldi og við eigum að sporna við þessu öllu. En við vitum að bönn ýta ekki undir jákvæða hluti. Við getum ekki bannað byggingarvinnu eða túrisma á Íslandi því það er mansal. Það er svo miklu betra að auka réttindi, efla þjónustu og gefa fólki styrkar stoðir til að standa í. Við viljum afglæpavæðingu á Íslandi en það þarf að fara hönd í hönd við aukin réttindi og þjónustu sem er hönnuð til að mæta þessum fjölbreyttu þörfum sem kynlífsverkafólk hefur,“ segir Logn og bendir í því samhengi á til dæmis vímuefni og skaðaminnkandi þjónustu sem þar er í boði. Það þurfi að gera það sama fyrir fólk í kynlífsvinnu. Logn segir lítið vitað um umfang þeirra sem vinna við kynlífsvinnu eða vændi hér á landi. Það sé þó alltaf nýtt fólk að leita til þeirra sem deili þeirra skoðun. „Kynlífsverkafólk er hópur sem er mjög misskilinn hér á landi, og víða annars staðar. Við í Rauðu regnhlífinni höldum reglulega félagslega hittinga til að efla samstöðu og samfélagið. Við fjáröflum fyrir kynlífsverkafólk, þolendur vændis og þolendur mansals í neyðaraðstöðu, sinnum fræðslu og gefum smokka. Svo erum við alltaf í rannsóknarvinnu að finna fjölbreyttar, ódýrar eða ókeypis þjónustur þar sem starfsfólk tekur á móti kynlífsverkafólki með virðingu og skilning. Það er því miður enn lítill skilningur og miklir fordómar til staðar hjá sumum fagaðilum. Blessunarlega ekki öllum samt.“ Þú segir kynlífsverkafólk og þolendur vændis. Það er ekki sama fólkið? „Það er fólk sem upplifir sig sem þolendur. Þau upplifa þetta ekki sem vinnu. Þau voru kannski í neyslu eða öðrum aðstæðum sem gerði það að verkum að þau þurftu að afla sér peninga og þetta var eina leiðin. Þau upplifa sig sem þolendur vændis og við eigum að virða þær upplifanir og þau orð. Alveg eins viljum við að okkar upplifanir og orð sem kynlífsverkafólk séu virt.“ Ekki allir sem upplifi vændi sem ofbeldi Logn segir ekki skipta máli fyrir Rauðu regnhlífina hvernig fólk skilgreinir sig. Þau fái aðstoð ef þau biðji um hana. „Það gerir ekkert jákvætt fyrir samfélagið okkar að loka sig af, að segja einhverjum að þau séu ekki af réttri tegund eða rétta týpan. Við viljum efla og aðstoða alla sem koma til okkar, eins mikið og við getum.“ Logn segir að undir sænsku leiðinni sé allt vændi flokkað sem ofbeldi. Það séu þó alls ekki allir sem upplifi aðstæður sínar þannig. Vísir/Vilhelm „Að sjálfsögðu verður kynlífsverkafólk fyrir ofbeldi en það upplifir ekki endilega allt sem það gerir sem ofbeldi eins og lögin segja til. Fólki sem leitar til okkar finnst næs að tala við fólk sem upplifir það sama og hugsar eins um þessa hluti. En auðvitað á að vera þjónusta til staðar fyrir fólk sem upplifir allt vændi sem ofbeldi og þarf meiri eða öðruvísi stuðning eða þjónustu en sú sem við í Rauðu Regnhlífinni höfum tök á að bjóða sem sjálfboðaliðar. Þá er gott að hafa fjölbreytta möguleika, eins og til dæmis Stígamót. En við viljum gjarnan sjá ríkið og sveitarfélög gera meira, í samráði við þau sem eru og hafa verið í þessum iðnaði, til þess að stuðla að til dæmis ítarlegri fræðslu fyrir fagaðila og koma fjárhagsaðstoð af stað fyrir þau sem þurfa þess.“ Logn segir mikilvægt að fólki sé sýndur stuðningur sama í hvaða stöðu það er. Sem dæmi leiti stundum fólk til þeirra sem hafi leitað annað og ekki fengið stuðninginn þar sem þau voru að leita eftir. „Það kemur líka fólk til okkar sem er í fyrsta skipti að tala um vinnuna sína upphátt og finnur öryggi í því að við sem tökum á móti þeim höfum svipaða reynslu og notum sömu orð. Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun.“
Vændi Mansal Belgía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Kynlífsverkafólk mótmælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum. 20. október 2023 07:45 Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða. 30. janúar 2023 19:35 „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. 9. desember 2022 11:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Kynlífsverkafólk mótmælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum. 20. október 2023 07:45
Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða. 30. janúar 2023 19:35
„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01
Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. 9. desember 2022 11:41