Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 08:30 Marcus Rashford í leiknum við Viktoria Plzen í Tékklandi síðasta fimmtudag. Hann var svo utan hóps í Manchester-slagnum á sunnudag. Getty Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, nýtti frídag í gær til að heimsækja gamla grunnskólann sinn og færa 420 börnum jólagjöf. Í leiðinni fór hann í viðtal og viðurkenndi að hann væri „tilbúinn í nýja áskorun“ eftir fréttir af því að United vilji selja hann. Nýi stjórinn Ruben Amorim tók bæði Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City á sunnudag. Amorim tók skýrt fram að það væri ekki vegna agabrota, en gaf í skyn að leikmennirnir hefðu ekki staðið sig sem skyldi bæði innan sem utan vallar. Rashford er 27 ára gamall, fæddur í Manchester-borg og nemandi í Button Lane, skólanum þar sem 420 krakkar fengu jólagjöf frá honum í gær. Fáið ekki nein neikvæð ummæli um Man. Utd þegar ég fer Hann hefur alltaf verið United-maður, og skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Núna virðist sem að tíma hans hjá United sé að ljúka, jafnvel strax í næsta mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnast. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í viðtali við Henry Winter. Marcus Rashford had a day off today so he returned to his old primary school, Button Lane, south Manchester, and handed out 420 Christmas presents to all the pupils. It was a long-planned event, eliciting delight from the children. One boy scarcely more than four years old, had a…— Henry Winter (@henrywinter) December 17, 2024 „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og er greinilega fararsnið á honum. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ Marcus Rashford has hinted at a Man Utd departure. pic.twitter.com/ytKJdOxLem— Match of the Day (@BBCMOTD) December 17, 2024 Sagður vilja vera áfram BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rashford vilji í raun mest af öllu halda kyrru fyrir á Old Trafford, komast í byrjunarlið Amorims og festa sig þar í sessi. Hann sé hins vegar raunsær, eftir að hafa neyðst til að horfa á stórleikinn við City í sjónvarpinu heima hjá sér. Rashford er næstlaunahæstur hjá United, á eftir Casemiro, og ljóst að það eru ekki mörg félög sem geta útvegað honum svipuð laun. Franska félagið PSG hefur oftast verið nefnt til sögunnar og BBC nefnir einnig möguleikann á að hann fari til Sádi-Arabíu en hefur eftir heimildum að Rashford þyki það ekki freistandi. Henry Winter, sem tók viðtalið við Rashford í gær, nefnir Spán sérstaklega sem mögulegan áfangastað. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Nýi stjórinn Ruben Amorim tók bæði Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City á sunnudag. Amorim tók skýrt fram að það væri ekki vegna agabrota, en gaf í skyn að leikmennirnir hefðu ekki staðið sig sem skyldi bæði innan sem utan vallar. Rashford er 27 ára gamall, fæddur í Manchester-borg og nemandi í Button Lane, skólanum þar sem 420 krakkar fengu jólagjöf frá honum í gær. Fáið ekki nein neikvæð ummæli um Man. Utd þegar ég fer Hann hefur alltaf verið United-maður, og skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Núna virðist sem að tíma hans hjá United sé að ljúka, jafnvel strax í næsta mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnast. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í viðtali við Henry Winter. Marcus Rashford had a day off today so he returned to his old primary school, Button Lane, south Manchester, and handed out 420 Christmas presents to all the pupils. It was a long-planned event, eliciting delight from the children. One boy scarcely more than four years old, had a…— Henry Winter (@henrywinter) December 17, 2024 „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og er greinilega fararsnið á honum. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ Marcus Rashford has hinted at a Man Utd departure. pic.twitter.com/ytKJdOxLem— Match of the Day (@BBCMOTD) December 17, 2024 Sagður vilja vera áfram BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rashford vilji í raun mest af öllu halda kyrru fyrir á Old Trafford, komast í byrjunarlið Amorims og festa sig þar í sessi. Hann sé hins vegar raunsær, eftir að hafa neyðst til að horfa á stórleikinn við City í sjónvarpinu heima hjá sér. Rashford er næstlaunahæstur hjá United, á eftir Casemiro, og ljóst að það eru ekki mörg félög sem geta útvegað honum svipuð laun. Franska félagið PSG hefur oftast verið nefnt til sögunnar og BBC nefnir einnig möguleikann á að hann fari til Sádi-Arabíu en hefur eftir heimildum að Rashford þyki það ekki freistandi. Henry Winter, sem tók viðtalið við Rashford í gær, nefnir Spán sérstaklega sem mögulegan áfangastað.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira