„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 10:52 Þessi mynd er meðal þess myndefnis frá Kúrsk sem hefur verið í drefiingu undanfarna daga og er hún sögð sýna hermann frá Norður-Kóreu. Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024 Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024
Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18